 Jón Guðmundsson Fæddur í Melshúsum í Reykjavík 10. (konungsbók 15.) desember 1807, dáinn 31. maí 1875. Foreldrar: Guðmundur Bernharðsson (fæddur um 1744, dáinn 26. maí 1812) búsettur þar og 2. kona hans Ingunn Guðmundsdóttir (fædd 1780, dáin 11. mars 1839) húsmóðir. Maki (26. september 1836): Hólmfríður Þorvaldsdóttir (fædd 29. september 1812, dáin 25. nóvember 1876) húsmóðir. Foreldrar: Þorvaldur Böðvarsson og 3. kona hans Kristín Björnsdóttir. Börn: Þorvaldur (1837), Sigurður (1839), Kristín (1841). Stúdentspróf Bessastöðum 1832. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1851. Skrifari hjá landfógeta og settur til að gegna embætti hans um hríð 1836. Umboðsmaður Kirkjubæjarklaustursjarða 1837—1847. Bjó á Kirkjubæjarklaustri. Settur sýslumaður í Skaftafellssýslu 1849. Fór síðan utan 1850 til laganáms. Fór aftur utan 1851 í erindum Þjóðfundarins í banni stiftamtmanns og missti þá sýsluna. Ritstjóri í Reykjavík 1852—1874. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn frá 1858 til æviloka. Veitti forstöðu félagsverslun í Reykjavík 1874—1875. Fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848—1849. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1856—1868. Alþingismaður Skaftfellinga 1845—1858, alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1858—1869. Þjóðfundarmaður 1851. Kosinn alþingismaður Vestmanneyinga 1874, en dó áður en Alþingi kom saman 1875. Forseti Alþingis 1859—1861. Varaforseti Alþingis 1855—1857 og 1863—1865.
Ævisögu hans ritaði Einar Laxness: Jón Guðmundsson alþingismaður og ritstjóri (1960). Ritstjóri: Ný félagsrit (1849, 1851, 1852). Skírnir (1852). Þjóðólfur (1852—1874). |