Brynjólfur Bjarnason

Brynjólfur Bjarnason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1937–1942 og (Vestmanneyinga, Reykvíkinga) 1946–1956, alþingismaður Reykvíkinga 1942–1946 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Menntamálaráðherra 1944–1947.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Hæli í Gnúpverjahreppi 26. maí 1898, dáinn 16. apríl 1989. Foreldrar: Bjarni Stefánsson (fæddur 5. desember 1863, dáinn 16. október 1952) síðar bóndi í Eyði-Sandvík í Flóa og kona hans Guðný Guðnadóttir (fædd 21. ágúst 1862, dáin 5. júní 1933) húsmóðir. Maki (26. maí 1928): Hallfríður Jónasdóttir (fædd 8. október 1903, dáin 15. desember 1968) húsmóðir. Foreldrar: Jónas Gunnlaugsson og kona hans Elín Guðrún Árnadóttir. Dóttir: Elín (1928).

Stúdentspróf MR 1918. Las náttúrufræði við Hafnarháskóla 1918–1923 og lauk fyrrihlutaprófi. Las heimspeki við háskóla í Berlín 1923–1924.

Stundakennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1926–1936 og Gagnfræðaskólann í Reykjavík 1928–1932. Ritstjóri í Reykjavík 1930–1935. Skipaður 21. október 1944 menntamálaráðherra, lausn 10. október 1946, en gegndi störfum til 4. febrúar 1947.

Formaður Kommúnistaflokks Íslands 1930–1938 og formaður miðstjórnar Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins 1938–1949. Skipaður 1942 í milliþinganefnd um tryggingamál. Kosinn 1943 í milliþinganefnd til þess að fjalla um launakjör alþingismanna. Átti sæti í skilnaðarnefnd 1944. Í tryggingaráði 1944–1946, 1952–1953 og 1956–1963.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1937–1942 og (Vestmanneyinga, Reykvíkinga) 1946–1956, alþingismaður Reykvíkinga 1942–1946 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Menntamálaráðherra 1944–1947.

Samdi nokkrar bækur um heimspeki. Síðast: Heimur rúms og tíma. Greinar og ræður: Með storminn í fangið. Brynjólfur Bjarnason heitir samtalsbók Einars Ólafssonar við hann (1989).

Ritstjóri: Verklýðsblaðið (1930–1935).

Æviágripi síðast breytt 11. ágúst 2020.

Áskriftir