Ólafur Þór Gunnarsson

Ólafur Þór Gunnarsson

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013 og síðan 2017 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember–desember 2009, apríl–maí, ágúst–september 2010 og október 2010 til apríl 2011, október og nóvember 2011, mars og júní 2012, desember 2013, janúar og apríl 2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 17. júlí 1963. Foreldrar: Gunnar Pétursson (fæddur 31. mars 1930) bifreiðarstjóri og Guðrún Ólafía Sigurgeirsdóttir (fædd 5. júlí 1932, dáin 21. desember 2007) gjaldkeri. Maki: Elínborg Bárðardóttir (fædd 26. maí 1960) læknir. Foreldrar: Bárður Auðunsson og Ebba Þorsteinsdóttir. Synir: Helgi Hrafn (1988), Hjalti Már (1992), Oddur Örn (1998).

Stúdentspróf MK 1984. Kandídatspróf í læknisfræði HÍ 1990. Sérfræðinám í almennum lyflækningum við University of Connecticut, Primary Care Internal Medicine Recidency Program 1992–1995, sérfræðipróf í lyflækningum 1996. Sérfræðinám í öldrunarlækningum við University of Connecticut, School of Medicine, Travelers, Center on Aging 1996–1997, sérfræðipróf í öldrunarlækningum 1998.

Stundakennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1986–1990, við HÍ 1988 og Framhaldsskóla Vestfjarða 1991–1992 og 1998. Heilsugæslulæknir á námstíma á Ísafirði og Flateyri 1988–1990. Heilsugæslulæknir á heilsugæslustöðinni og læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1991–1992, yfirlæknir heilsugæslunnar 1992. Settur héraðslæknir Vestfjarða 1992. Læknir á The Reservoir, endurhæfingarstofnun fyrir aldraða, meðfram námi 1997. Sérfræðingur og yfirlæknir lyfja-, endurhæfingar- og öldrunarlækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði 1998–2000. Sérfræðingur á LSH frá 2000. Bæjarfulltrúi í Kópavogi 2006–2017.

Í stjórn Félags læknanema 1984–1985 og 1988–1989.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013 og síðan 2017 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember–desember 2009, apríl–maí, ágúst–september 2010 og október 2010 til apríl 2011, október og nóvember 2011, mars og júní 2012, desember 2013, janúar og apríl 2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2013, umhverfis- og samgöngunefnd 2013 (formaður), efnahags- og viðskiptanefnd 2017–, velferðarnefnd 2017–.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2013.

Æviágripi síðast breytt 8. maí 2018.

Áskriftir