Steinunn Þóra Árnadóttir

Steinunn Þóra Árnadóttir
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þingflokkur: Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • 690-2592

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður janúar–mars 2008, október 2013, nóvember–desember 2013, febrúar 2014 og mars–apríl 2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

7. varaforseti Alþingis janúar–ágúst 2019 (meðferð siðareglumála).

Æviágrip

Fædd í Neskaupstað 18. september 1977. Foreldrar: Árni Sveinbjörnsson (fæddur 9. janúar 1948) trillusjómaður og Lára Jóna Þorsteinsdóttir (fædd 21. maí 1957) sérkennari. Maki: Stefán Pálsson (fæddur 8. apríl 1975) sagnfræðingur. Foreldrar: Páll Stefánsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Börn: Nóam Óli (2005), Böðvar (2009).

Stúdentspróf MH 1997. BA-próf í mannfræði HÍ 2002. MA-próf í fötlunarfræði HÍ 2013.

Starfaði hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað 1998–2000 og síðan við ýmis skrifstofu- og verkamannastörf. Verkefnisstjóri hjá námsbraut í fötlunarfræði við félags- og mannvísindadeild HÍ 2014.

Í miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga 1995–1996 og 2000–2002. Í stjórn MS-félags Íslands 2001–2002 og 2005–2006. Í stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík og í aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands 2003–2005. Í framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands 2005–2006. Í stýrihópi kvennahreyfingar Öryrkjabandalags Íslands 2005–2009. Í stjórn félags um fötlunarrannsóknir 2006–2007. Í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, 2008–2016. Formaður undirbúningsnefndar hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands 2009–2011.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður janúar–mars 2008, október 2013, nóvember–desember 2013, febrúar 2014 og mars–apríl 2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

7. varaforseti Alþingis janúar–ágúst 2019 (meðferð siðareglumála).

Velferðarnefnd 2014–2015 og 2024–, utanríkismálanefnd 2015–2016 og 2017, kjörbréfanefnd 2017, allsherjar- og menntamálanefnd 2017–2019 og 2019–2021, fjárlaganefnd 2019–2021, efnahags- og viðskiptanefnd 2021–, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2021–2024, framtíðarnefnd 2021–2024.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017–2021, í stjórn Norræna menningarsjóðsins 2017–, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2021– (formaður).

Æviágripi síðast breytt 16. apríl 2024.

Áskriftir