Davíð Aðalsteinsson

Davíð Aðalsteinsson

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1979–1987 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1983–1987.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 13. desember 1946. Foreldrar: Aðalsteinn Davíðsson (fæddur 4. apríl 1919, dáinn 11. september 1990) bóndi þar, bróðursonur Þorsteins Þorsteinssonar alþingismanns og móðurbróðir Davíðs Péturssonar varaþingmanns, og kona hans Brynhildur Eyjólfsdóttir (fædd 17. september 1920, dáin 24. júlí 2001) ljósmóðir, húsmóðir. Maki (16. desember 1967): Guðrún Jónsdóttir (fædd 22. ágúst 1946) oddviti, húsmóðir. Foreldrar: Jón Guðmundsson og kona hans Sigurrós Guðmundsdóttir. Börn: Brynhildur (1968), Ingibjörg (1970), Sigurrós (1975), Maren (1979), Aðalsteinn (1981).

Landspróf Reykholti 1963. Kennarapróf KÍ 1967.

Stundaði ýmis störf, svo sem byggingarvinnu, verkstjórn, sjómennsku og bústörf. Bóndi á Arnbjargarlæk síðan 1973.

Formaður Framsóknarfélags Mýrasýslu 1974–1981. Í hreppsnefnd Þverárhlíðarhrepps 1978–1986 og 1990–1994. Formaður skólanefndar Varmalandsskóla 1978–1986. Í stjórn Veiðifélags Þverár frá 1979. Var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1981 og á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í Mexíkó 1986. Í bankaráði Seðlabanka Íslands síðan 1985. Í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga 1979–1994, formaður 1992–1994. Í náttúruverndarnefnd Mýrasýslu síðan 1986. Formaður Veiðifélags Borgarfjarðar síðan 1988 og Vegasamlags Mýrasýslu 1990–1994. Í stjórn Reykholtsskóla 1990–1994.

Alþingismaður Vesturlands 1979–1987 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1983–1987.

Ritstjóri: Magni (1987–1988).

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.