Davíð Guðmundsson

Davíð Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1869–1874.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Vindhæli á Skagaströnd 15. júní 1834, dáinn 27. september 1905. Foreldrar: Guðmundur Ólafsson (fæddur 24. september 1789, dáinn 22. mars 1861) bóndi þar og 1. kona hans Ingibjörg Árnadóttir (fædd 2. júlí 1799, dáin 27. júní 1868) húsmóðir. Tengdafaðir Stefáns Baldvins Stefánssonar alþingismanns, Fagraskógi, afi Stefáns yngra alþingismanns, Fagraskógi. Maki (19. júní 1860): Sigríður Ólafsdóttir Briem (fædd 19. maí 1839, dáin 2. nóvember 1920) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Briem þjóðfundarmaður og kona hans Dómhildur Þorsteinsdóttir Briem. Börn: Ólafur (1862), Ragnheiður (1864), Guðmundur (1866), Eggert Haraldur (1867), Eggert Valdimar (1869), Valgerður (1872), Valgerður Kristjana (1874), Dómhildur Ingibjörg (1875), Elín Rannveig (1877), Eggert Valdimar (1879), Árni Hannes (1880), Ingibjörg Ísabella (1882).

  Stúdentspróf Lsk. 1855. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1857.

  Heimiliskennari hjá Eggert Briem sýslumanni að Espihóli 1857–1860. Fékk Kvíabekk 1860, en fór þangað ekki, fékk Fell í Sléttuhlíð sama ár. Fékk Möðruvallaprestakall 1873, sat á Syðri-Reistará 1874–1875, en síðan að Hofi í Hörgárdal, lausn 1905. Prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi 1876–1897. Kenndi ýmsum heimaskólalærdóm.

  Alþingismaður Skagfirðinga 1869–1874.

  Æviágripi síðast breytt 13. apríl 2015.