Vilhjálmur Þór

Þingseta

Utanríkis- og atvinnumálaráðherra 1942–1944.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Æsustöðum í Eyjafirði 1. september 1899, dáinn í Reykjavík 12. júlí 1972. Foreldrar: Þórarinn (fæddur 19. febrúar 1854, dáinn 1. október 1919) bóndi á Æsustöðum Jónasson barnakennara frá Sigluvík á Svalbarðsströnd Jónssonar og kona hans Ólöf Margrét (fædd 16. september 1855, dáin 13. maí 1937) Þorsteinsdóttir Thorlacius bónda á Öxnafelli. Maki (30. júlí 1926): Rannveig Elísabet (fædd 10. júní 1903, dáin 28. apríl 1988) Jónsdóttir kaupmanns á Reyðarfirði, síðar bankaritara á Akureyri Finnbogasonar og konu hans Bjargar Ísaksdóttur.

Fluttist með foreldrum sínum til Akureyrar 1904. Varð sendill hjá Kaupfélagi Eyfirðinga 1912, afgreiðslumaður og skrifstofumaður 1913, fulltrúi 1918 og framkvæmdastjóri 1923. Fékk leyfi frá störfum 1938 til að verða framkvæmdastjóri Íslandsdeildar á heimssýningu í New York 1939. Skipaður verslunarerindreki Íslands í New York 1939, aðalræðismaður Íslands í Bandaríkjunum 1. maí til 1. september 1940. Tók við bankastjórastarfi við Landsbankann 1. október 1940. Skipaður utanríkis- og atvinnumálaráðherra 16. desember 1942, lausn 16. september 1944 en gegndi störfum til 21. október. Tók þá aftur við bankastjórastarfinu. Forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga 1946–1954. Varð þá aftur bankastjóri Landsbankans. Skipaður aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands 1957. Lét af störfum 1. nóvember 1964. Kosinn í bankastjórn Alþjóðabankans 1. nóvember 1964 til jafnlengdar 1966. Í bankaráði Landsbankans 1948–1955. Skipaður 1950 fulltrúi ríkisstjórnarinnar við undirbúning stofnunar áburðarverksmiðju á Íslandi. Í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. frá stofnun 1951–1963. Kosinn í atvinnumálanefnd 1955. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1953 og 1954.

Utanríkis- og atvinnumálaráðherra 1942–1944.

Æviágripi síðast breytt 31. mars 2016.

Áskriftir