Björn Þórðarson

Þingseta

Forsætis-, heilbrigðis- og kirkjumálaráðherra 1942–1944. Félagsmálaráðherra 1943–1944. Dóms- og menntamálaráðherra 1944.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Móum á Kjalarnesi 6. febrúar 1879, dáinn í Reykjavík 25. október 1963. Foreldrar: Þórður (fæddur 27. júlí 1839, dáinn 22. september 1906) hreppstjóri á Móum Runólfsson og kona hans Ástríður (fædd 25. ágúst 1851, dáin 3. maí 1887) Jochumsdóttir bónda í Skógum í Þorskafirði Magnússonar. Maki (20. ágúst 1914): Ingibjörg (fædd 9. júlí 1886, dáin 1. maí 1953) Ólafsdóttir alþingismanns Briems og konu hans Halldóru Pétursdóttur.

Stúdent 1902 Reykjavík. Lögfræðipróf 1908 Kaupmannahöfn. Doktor í lögum 1927 Háskóla Íslands.

Bæjarfógetafulltrúi í Bogense á Fjóni um tíma 1908. Yfirréttarmálaflutningsmaður í Reykjavík 1908–1919. Settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 1909–1910. Starfsmaður í stjórnarráðinu 1910–1912. Settur sýslumaður í Húnavatnssýslu 1912–1914, í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1914–1915. Fulltrúi í dómsmálaráðuneyti 1915–1919, skrifstofustjóri um skeið. Ritari hæstaréttar 1920–1928. Skipaður lögmaður í Reykjavík 1929–1942. Skipaður forsætis-, heilbrigðis- og kirkjumálaráðherra 16. desember 1942, lausn 16. september 1944 en gegndi störfum til 21. október. Hann tók við störfum félagsmálaráðherra 19. apríl 1943 og dóms- og menntamálaráðherra 21. september 1944.

Forsætis-, heilbrigðis- og kirkjumálaráðherra 1942–1944. Félagsmálaráðherra 1943–1944. Dóms- og menntamálaráðherra 1944.

Æviágripi síðast breytt 9. apríl 2015.