Eggert Benediktsson

Eggert Benediktsson

Þingseta

Alþingismaður Árnesinga 1902 (Framfaraflokkurinn).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Breiðabólstað á Skógarströnd 29. ágúst 1861, dáinn 22. júlí 1936. Foreldrar: Benedikt Eggertsson (fæddur 25. júlí 1799, dáinn 5. desember 1871) prestur þar og kona hans Agnes Þorsteinsdóttir (fædd 29. maí 1825, dáin 4. júlí 1903) húsmóðir. Afi Benedikts Bogasonar og Eggerts Haukdals alþingismanns. Maki (11. september 1890): Guðrún Sólveig Bjarnadóttir (fædd 27. október 1863, dáin 16. maí 1938) húsmóðir. Foreldrar: Bjarni Sveinsson og 2. kona hans Margrét Erlendsdóttir. Börn: Agnes (1891), Lára (1892), Anna (1893), Rósa Sigríður (1894), Stefanía (1896), Ragna (1897), Bjarni (1899), Benedikta (1905), Bogi (1906).

  Stundaði nám í Lærða skólanum í Reykjavík 1876–1879 og í verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1884–1885.

  Bókhaldari í Papós 1885–1888, verslunarstjóri þar 1888–1897. Bóndi í Laugardælum í Flóa frá 1897 til æviloka.

  Hreppstjóri í Hraungerðishreppi frá 1903. Jafnframt kaupstjóri pöntunarfélags á Stokkseyri um hríð.

  Alþingismaður Árnesinga 1902 (Framfaraflokkurinn).

  Æviágripi síðast breytt 13. apríl 2015.