Eggert Briem

Eggert Briem

Þingseta

Þjóðfundarmaður Eyfirðinga 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Kjarna í Eyjafirði 15. október 1811, dáinn 11. mars 1894. Foreldrar: Gunnlaugur Briem (fæddur 13. janúar 1773, dáinn 17. febrúar 1834) sýslumaður og kona hans Valgerður Árnadóttir Briem (fædd milli jóla og nýárs 1779, dáin 24. júlí 1872) húsmóðir. Bróðir Jóhanns og Ólafs Briems þjóðfundarmanna og faðir Eiríks, Gunnlaugs, Ólafs og Páls alþingismanna. Maki (18. ágúst 1845): Ingibjörg Eiríksdóttir Briem (fædd 16. september 1827, dáin 15. september 1890) húsmóðir. Foreldrar: Eiríkur Sverrisson og 2. kona hans Kristín Ingvarsdóttir. Börn: Eiríkur (1846), Gunnlaugur (1847), Valgerður (1848), Kristín (1849), Ólafur (1851), Halldór (1852), Jóhanna Kristjana (1854), Vilborg (1855), Páll Jakob (1856), Elín Rannveig (1856), Kristján Gunnlaugur (1858), Sigurður (1860), Sigríður (1862), Kristján Vilhjálmur (1865), Jóhanna Kristjana (1865), Eggert (1866), Eggert Ólafur (1867), Kristján Vilhjálmur (1869), Jóhanna Katrín Kristjana (1872).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1831. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1841.

    Skrifari hjá föður sínum 1831–1834 og settur um tíma 1834 sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. Starfsmaður í skrifstofu Þorkels Hoppe stiftamtmanns í Reykjavík 1841–1843 og um hríð málaflutningsmaður við landsyfirréttinn. Sýslumaður í Rangárvallasýslu 1843–1844, í Ísafjarðarsýslu 1844–1848, sat lengst á Melgraseyri, í Eyjafjarðarsýslu 1848–1861, sat á Espihóli. Settur amtmaður í norður- og austuramtinu 1852–1853. Skipaður 1858 sýslumaður í Rangárvallasýslu, en fór þangað ekki. Sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1861–1884, sat fyrst í Viðvík, síðan á Hjaltastöðum, en lengst á Reynistað, fluttist síðan til Reykjavíkur.

    Átti sæti í landbúnaðar- og skattanefndinni 1845.

    Þjóðfundarmaður Eyfirðinga 1851.

    Æviágripi síðast breytt 13. apríl 2015.

    Áskriftir