Jakob Frímann Magnússon

Jakob Frímann Magnússon
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Flokkur fólksins

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2021 (Flokkur fólksins).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður desember 2004 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fæddur í Kaupmannahöfn 4. maí 1953. Foreldrar: Magnús Guðmundsson (fæddur 8. janúar 1925, dáinn 2. ágúst 1991) framkvæmdastjóri og Bryndís Jakobsdóttir (fædd 26. apríl 1932, dáin 10. júlí 1986) dagskrárfulltrúi. Maki 1: Anna Björnsdóttir (fædd 4. júlí 1954) hönnuður. Foreldrar: Björn Brynjúlfur Björnsson og Jóna Guðleif Sigurjónsdóttir. Maki 2: Ragnhildur Gísladóttir (fædd 7. október 1956) tónlistarkona. Foreldrar: Gísli Jónsson og Erna Sveindís Gunnarsdóttir. Maki 3: Birna Rún Gísladóttir (fædd 4. maí 1973) viðskiptafræðingur. Foreldrar: Sigurlaug Þórðardóttir og Gísli Ágústsson. Dætur Jakobs og Ragnhildar: Erna Guðrún (1977), Bryndís (1987). Dætur Jakobs og Birnu Rúnar: Jarún Júlía (2007), Katrín Borg (2012).

Stúdentspróf MH 1973. MBA-próf HR 2006.

Framkvæmdastjóri Stuðmanna 1974–2021. Tónlistarstjóri Leikfélags Akureyrar 1990–1991. Sendifulltrúi utanríkisþjónustunnar í Lundúnum 1991–1995. Framkvæmdastjóri Infostream International í Lundúnum 1996–1999. Stofnandi og framkvæmdastjóri Græna hersins 1999–2021. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Bankastrætis 2002–2008. Framkvæmdastjóri Reykjavík Records 2004–2008. Framkvæmdastjóri miðborgarmála 2008–2009. Framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar 2009–2018.

Formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles 1980–1984. Formaður Íslendingafélagsins í Lundúnum 1991–1997. Formaður Iceland Airwaves 2014–2018. Formaður ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, 2014–2018. Formaður Samtóns 2010–2012 og 2016–2018. Formaður STEFs, Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar, 2008–2018. Formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda, 2006–2018.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2021 (Flokkur fólksins).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður desember 2004 (Samfylkingin).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2021, framtíðarnefnd 2021–, utanríkismálanefnd 2021–.

Þingmannanefnd Íslands og ESB 2022–.

Æviágripi síðast breytt 4. febrúar 2022.

Áskriftir