Eggert Haukdal

Eggert Haukdal

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1978–1995 (Sjálfstæðisflokkur, utan flokka 1979–1980).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Flatey á Breiðafirði 26. apríl 1933, dáinn 2. mars 2016. Foreldrar: Sigurður S. Haukdal (fæddur 7. ágúst 1903, dáinn 31. júlí 1985) prófastur þar, síðar að Bergþórshvoli, sonur Sigurðar Sigurðssonar alþingismanns, og kona hans Benedikta Eggertsdóttir Haukdal (fædd 5. júní 1905, dáin 22. maí 1996) húsmóðir, dóttir Eggerts Benediktssonar alþingismanns. Sambýliskona: Guðrún Bogadóttir (fædd 26. nóvember 1947). Dóttir Eggerts: Magnúsína Ósk (1970).

Búfræðipróf Hvanneyri 1953.

Bóndi á Bergþórshvoli síðan 1955, í félagsbúi með föður sínum til 1973.

Í stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins 1961–1972. Formaður Búnaðarfélags Vestur-Landeyja 1970–1993. Í fulltrúaráði Brunabótafélags Íslands. Formaður Sjálfstæðisfélags Rangæinga 1970–1978. Í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi frá 1959. Í hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps og oddviti hennar síðan 1970. Sýslunefndarmaður 1974–1988, í héraðsnefnd frá 1988. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1980–1985, formaður 1980–1983, í stjórn Byggðastofnunar 1985–1987. Í stjórn Þríhyrnings 1988–1991 og í stjórn Hafnar-Þríhyrnings hf. frá 1991. Í stjórn Fóðurblöndunnar hf.

Alþingismaður Suðurlands 1978–1995 (Sjálfstæðisflokkur, utan flokka 1979–1980).

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.

Áskriftir