Magnús M. Norðdahl

Magnús M. Norðdahl

Þingseta

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis janúar–september 2012 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 30. september 1956. Foreldrar: Magnús Bruno Eggertsson Norðdahl (fæddur 3. janúar 1909, dáinn 5. maí 1997), leigubifreiðarstjóri, faðir Drífu Hjartardóttur fyrrverandi alþingismanns, og Guðrún Jóhanna Andrésdóttir Norðdahl (fædd 3. janúar 1927, dáin 20. september 2007), húsmóðir og verkakona. Maki: Elín Jónasdóttir (fædd 30. júlí 1956), sálfræðingur og kennari. Foreldrar: Jónas Gunnlaugsson og Margrét Pétursdóttir. Börn: Margrét (1978) og Magnús Davíð (1982).

Stúdentspróf MR 1976. Hdl. 1984. Alþjóðlegur einkamálaréttur, Hague Academy of International Law 1991. Hrl. 1992. Evrópuréttur og réttarheimspeki, Kaupmannahafnarháskóli 1996. Inngangur að heimspeki, HÍ 1997. Diplóma í alþjóðasamskiptum, HÍ 2009.

Iðnverkamaður samhliða námi 1972–1978. Háseti á MS Fjallfossi 1976. Háseti á togurum Fiskvinnslunnar á Seyðisfirði, Emily NS 124 og Gullver NS 12 sumrin 1977–1980. Stundakennari við MH 1981–1982. Fulltrúi á lögmannsstofu 1981–1984. Fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík 1981. Rak lögmannsstofu með Atla Gíslasyni hrl. og alþingismanni 1985–1995. Sri Lanka Monitoring Mission, vopnahléseftirlitsmaður, DHOD, 2004–2005. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands frá 1998.

Í stjórn Lagastofnunar Háskóla Íslands 1978–1980. Í stjórn Orators, félags laganema við HÍ, 1979–1980. Í stjórn Dagvistar barna, Reykjavík 1981–1983. Í nefnd um greiðsluaðlögun 1993. Formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins 1993–1995. Formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins 1993–1995. Í skipulagsnefnd Kópavogs 1994–1998. Í varastjórn Evrópusamtakanna 1995–1996. Í stjórn Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands, formaður framkvæmdastjórnar 1996–2000. Í nefnd um eftirlit með framkvæmd laga nr. 47/1997. Í nefnd til að vinna úttekt á leigumarkaði og kanna þörf fyrir leiguíbúðir 1998. Formaður K-listans, Kópavogi 1998–2001. Bæjarstjórn Kópavogs, varamaður 1998–2002. Í félagsmálaráði Kópavogs 1998–2006, formaður 2010–2011. Í nefnd um endurskoðun laga um atvinnuréttindi útlendinga 1999. Í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema 1999–2001. Í kærunefnd kaupskrárnefndar varnarsvæða 1999–2007. Í nefnd um samræmd skil á nýjum vörum 2000. Í nefnd um aðstæður erlends vinnuafls og útlendinga með dvalarleyfi hér á landi 2000. Í höfundarréttarráði 2000–2004. Í flokksstjórn Samfylkingarinnar 2000–2011. Fulltrúi íslensks launafólks á þingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar – ILO frá árinu 2000 og í þríhliðasamninganefndum ILO 2008–2011. Í samráðsnefnd félagsmálaráðuneytisins og helstu samtaka á vinnumarkaði vegna EES-samningsins 2002. Í nefnd til að yfirfara stöðu leigumarkaðar 2003. Í samráðshópi um hækkun lánshlutfalls húsnæðislána 2003. Í samningateymi og einstökum samninganefndum European Trade Union Confederation – ETUC frá 2005. Gjaldkeri stjórnar Samfylkingarinnar 2007–2011. Í stjórn Ábyrgðasjóðs launa 2008–2012. Í starfshópi um réttindi starfsmanna erlendis í íslenska velferðarkerfinu 2009. Í samráðshópi um tillögur að nýjum reglum um skipan dómara 2009. Í samningahópi um dóms- og innanríkismál í viðræðum Íslands og ESB frá 2009. Í nefnd um samningu laga um bann við mismunun á vinnumarkaði 2012. Formaður barnaverndarnefndar Kópavogs 2012.

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis janúar–september 2012 (Samfylkingin).

Ritstjóri: Úlfljótur (1979–1980).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2016.

Áskriftir