Eggert G. Þorsteinsson

Eggert G. Þorsteinsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Seyðfirðinga) 1953–1956, (Reykvíkinga) 1959 og 1971–1978, alþingismaður Reykvíkinga 1957–1959 og 1959–1971 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar–maí 1957.

Sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1965–1970, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1970–1971.

Forseti efri deildar 1959. 1. varaforseti efri deildar 1959–1965 og 1971–1978.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Keflavík 6. júlí 1925, dáinn 9. maí 1995. Foreldrar: Þorsteinn Eggertsson (fæddur 4. júní 1905, dáinn 26. nóvember 1940) skipstjóri þar og kona hans Margrét Guðnadóttir (fædd 12. janúar 1906, dáin 25. september 1963) húsmóðir. Maki 1 (10. janúar 1948): Jóna Jónsdóttir (fædd 2. apríl 1922, dáin 19. október 1981) hárgreiðslukona. Foreldrar: Jón Kornelíus Pétursson og kona hans Ágústa Gunnlaugsdóttir. Maki 2: Helga Soffía Einarsdóttir (fædd 22. nóvember 1924, dáin 9. janúar 1998) yfirkennari. Foreldrar: Einar Jóhannsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Börn Eggerts og Jónu: Þorsteinn (1948), Jón Ágúst (1953), Eggert (1956), Guðbjörg (1958).

Sveinspróf í múrsmíði Iðnskólanum í Reykjavík 1947. Tungumálanám í aukatímum og á kvöldnámskeiðum.

Múrari í Reykjavík 1947–1953 og stundaði þá iðn að nokkru næstu ár. Skrifstofustjóri Húsnæðismálastofnunar ríkisins 1961–1965. Skipaður 31. ágúst 1965 sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra, 1. janúar 1970 sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 15. júní 1971, en gegndi störfum til 14. júlí. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1972–1979. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins 1979–1993.

Í miðstjórn Alþýðuflokksins 1948–1988. Formaður Félags ungra jafnaðarmanna 1949–1953, næstu tvö ár formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Formaður Múrarafélags Reykjavíkur 1953–1958. Varaforseti Alþýðusambands Íslands 1958–1960. Skipaður 1951 í endurskoðunarnefnd laga um iðnaðarmál. Í landsbankanefnd 1954–1957 og í öryggisráði á vinnustöðum 1955–1958. Kosinn 1955 í atvinnumálanefnd. Í húsnæðismálastjórn 1957–1965, formaður hennar frá 1960. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1959, 1961, 1963– 1964 og 1971–1972. Skipaður 1960 í endurskoðunarnefnd um húsnæðismál. Kosinn 1961 í vinnutímanefnd. Skipaður 1962 í endurskoðunarnefnd laga um Iðnlánasjóð. Í stjórn Íslenska járnblendifélagsins 1975–1982. Formaður stjórnar Gutenbergs frá 1984.

Landskjörinn alþingismaður (Seyðfirðinga) 1953–1956, (Reykvíkinga) 1959 og 1971–1978, alþingismaður Reykvíkinga 1957–1959 og 1959–1971 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar–maí 1957.

Sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1965–1970, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1970–1971.

Forseti efri deildar 1959. 1. varaforseti efri deildar 1959–1965 og 1971–1978.

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.

Áskriftir