Ásmundur Friðriksson

Ásmundur Friðriksson
  • Kjördæmi: Suðurkjördæmi
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 21. janúar 1956. Foreldrar: Friðrik Ásmundsson (fæddur 26. nóvember 1934, dáinn 19. nóvember 2016) skipstjóri og skólastjóri og Valgerður Erla Óskarsdóttir (fædd 24. maí 1937, dáin 6. nóvember 2015). Maki: Sigríður Magnúsdóttir (fædd 26. janúar 1958) matráður. Foreldrar: Magnús G. Jensson og Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir. Börn: Ása Hrönn (1982), Erla (1984), Magnús Karl (1991). Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur: Friðrik Elís (1975). Stjúpdóttir, dóttir Sigríðar: María Höbbý Sæmundsdóttir (1977).

Gagnfræðapróf Skógaskóla 1973.

Stundaði netagerð og sjómennsku 1970–1972. Vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973. Verkstjóri hjá Viðlagasjóði við hreinsun, endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar 1974–1978. Framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978–1986. Sjálfstætt starfandi blaðamaður 1980–2003. Framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986. Rak fiskvinnslufyrirtækið Kútmagakot ehf. 1988–2003. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004. Verkefnastjóri Ljósanætur 2006. Verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum hjá Reykjanesbæ 2008. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2009–2012.

Í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974–1996. Formaður Handknattleiksdeildar Þórs 1974–1978. Formaður Eyverja, félags ungra Sjálfstæðismanna, 1981–1984. Í stjórn SUS 1983–1987. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum 1982–1986. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982–1986. Ritstjóri Fylkis, málgagns Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, 1986–1988. Formaður ÍBV 1994–1999. Formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999–2002. Stofnandi og formaður hollvinasamtaka Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, NLFÍ, 2005–2011. Í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007–2008. Stofnandi Lista- og menningarfélagsins í Garði 2009. Stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði frá 2010. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði 2012–2013. Formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum frá 2014. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2017.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).

Atvinnuveganefnd 2013–2016 og 2017–, velferðarnefnd 2013–2016 og 2017–, kjörbréfanefnd 2016–2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017–.

Æviágripi síðast breytt 28. maí 2018.