Brynhildur Pétursdóttir

Brynhildur Pétursdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2016 (Björt framtíð).

Formaður þingflokks Bjartrar framtíðar 2015–2016.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 30. apríl 1969. Foreldrar: Pétur Ingólfsson (fæddur 4. október 1946) verkfræðingur og Ingibjörg Friðjónsdóttir (fædd 14. júní 1946) sölustjóri. Maki: Guðmundur Haukur Sigurðarson (fæddur 9. maí 1970) tæknifræðingur. Foreldrar: Sigurður Rúnar Jakobsson og Guðrún Sigurðardóttir. Börn: Rakel (1994), Pétur Már (1997).

Stúdentspróf MS 1989. Próf í innanhússhönnun frá Istituto di arti operativi í Perugia 1993. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1994. BA-próf í viðskiptatungumálum frá Syddansk Universitet Óðinsvéum 2001. D-vottun í verkefnastjórnun frá Símenntun HA 2012.

Leiðsögumaður á sumrin frá 1994. Starfaði hjá Neytendasamtökunum 2002–2013, ritstjóri Neytendablaðsins 2005–2013. Safnstjóri Nonnahúss 2002–2008.

Í stjórn Heimilis og skóla 2008–2011. Í stjórn Neytendasamtakanna frá 2008.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2016 (Björt framtíð).

Formaður þingflokks Bjartrar framtíðar 2015–2016.

Fjárlaganefnd 2013–2016, þingskapanefnd 2013–2016.

Æviágripi síðast breytt 31. október 2016.

Áskriftir