Frosti Sigurjónsson

Frosti Sigurjónsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 19. desember 1962. Foreldrar: Sigurjón F. Jónsson (fæddur 6. apríl 1925, dáinn 8. desember 2000), loftsiglingafræðingur og flugumsjónarmaður og Ragnheiður Sigurðardóttir (fædd 20. mars 1929) lyfjatæknir. Maki: Auður Svanhvít Sigurðardóttir (fæddur 9. október 1966) fatahönnuður og BS í umhverfisskipulagi. Foreldrar: Sigurður Alfreð Herlufsen og Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Börn: Sindri (1991), Sóley (1992), Svandís (1998).

Stúdentspróf MS 1982. Cand.oecon-próf HÍ 1988. MBA-próf London Business School 1991.

Sumarstörf við fiskvinnslu, rafeindavirkjun og forritun. Viðskiptafræðingur hjá VÍB 1988–1990. Ráðgjafi hjá Kaupþingi 1991–1992. Markaðsstjóri Tölvusamskipta 1992–1994. Fjármálastjóri Marels 1993–1996. Forstjóri Nýherja 1996–2001. Stjórnarformaður CCP 1999–2005. Ráðgjafastörf frá 2001. Stofnandi og framkvæmdastjóri Dohop 2005–2010, stjórnarformaður frá 2010. Meðstofnandi og stjórnarformaður Datamarket 2009–2013. Í stjórn Arctica Finance 2012–2013.

Formaður Félags viðskiptafræðinema 1986–1988. Í stjórn Verslunarráðs 1996–2000. Í háskólaráði HR 1997–2000. Í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands 2005–2008. Í ráðgjafahóp MBA-náms HÍ frá 2008. Í stjórn Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, frá 2009. Stofnandi Advice-hópsins gegn Icesave 2011. Stofnandi Betra peningakerfis 2012.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2013–2016 (formaður), utanríkismálanefnd 2013–2016 .

Æviágripi síðast breytt 31. október 2016.

Áskriftir