Jón Þór Ólafsson

Jón Þór Ólafsson
  • Embætti: 5. varaforseti
  • Kjördæmi: Suðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Píratar
  • 697-3253

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2015, alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Píratar).

3. varaforseti Alþingis 2016–2017. 5. varaforseti Alþingis síðan 2017.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 13. mars 1977. Foreldrar: Ólafur Jónsson (fæddur 24. september 1946) rekstrarráðgjafi og endurskoðandi og Soffía R. Guðmundsdóttir (fædd 17. september 1949) hjúkrunarkona. Maki: Zarela Castro (fædd 30. júní 1978) auglýsingahönnuður. Foreldrar: Gonzalo Naimes Castro Barrantes og Aida Rosario Conde Valverde. Börn: Luna Lind (2010), Hlynur (2012).

Stúdentspróf MR 1998. Nám í heimspeki og viðskiptafræði við HÍ 2002–2013.

Sumarstarfsmaður hjá Malbikunarstöðinni Höfða 1997–2016. Aðstoðarmaður þingmanns 2012–2013. Vann við stjörnugjöf um góða stjórnarhætti lífeyrissjóða á oruggarilifeyrir.is 2016.

Í stjórn Hreyfingarinnar 2011–2012. Formaður stjórnar Grasrótarmiðstöðvarinnar - rekstrarfélags 2012–2013. Í stjórn IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýsingafrelsi, 2012–2013. Í úrskurðaráði Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði, 2012–2013. Formaður Pírata 2013–2014.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2015, alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Píratar).

3. varaforseti Alþingis 2016–2017. 5. varaforseti Alþingis síðan 2017.

Umhverfis- og samgöngunefnd 2013, 2013–2014 og 2014–2015, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013 og 2017–, þingskapanefnd 2013–2015.

Æviágripi síðast breytt 4. maí 2018.