Páll Valur Björnsson

Páll Valur Björnsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2013–2016 (Björt framtíð).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður apríl 2019 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 9. júlí 1962. Foreldrar: Björn Pálsson (fæddur 24. maí 1932) járniðnaðarmaður og Katrín María Valsdóttir (fædd 21. maí 1945) húsmóðir og verkakona. Maki: Hulda Jóhannsdóttir (fædd 19. janúar 1963) leikskólastýra. Foreldrar: Jóhann Ólafsson og Ólöf Ólafsdóttir. Börn: Ólöf Helga (1985), Björn Valur (1991).

Háskólabrú Keilis, Ásbrú, 2008. B.Ed.-grunnskólakennarapróf frá menntavísindasviði HÍ 2011.

Starfaði hjá Fiskmarkaði Suðurnesja 1989–1997 og aftur 2000–2003. Starfaði 1997–1999 hjá Sønderborg kommune í Danmörku og hjá Danmarin Fiskehermetik-, fiskefars- og fiskefiletfabrik í sömu borg. Fiskvinnslustörf í Grindavík 2003–2005. Öryggisvörður hjá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli 2005–2007. Grunnskólakennari við Njarðvíkurskóla 2011–2012. Kennari við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík 2012–2013.

Í nefnd um aukna menntun á Suðurnesjum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins 2010–2012. Í bæjarstjórn Grindavíkur fyrir Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans 2010–2012. Formaður Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans 2011–2012. Í stjórn Kölku, sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, 2012. Í fræðslunefnd Grindavíkurbæjar síðan 2011. Í stjórn Kvikunnar, auðlinda- og menningarhúss Grindavíkur.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2013–2016 (Björt framtíð).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður apríl 2019 (Samfylkingin).

Kjörbréfanefnd 2013, allsherjar- og menntamálanefnd 2013–2015, velferðarnefnd 2015–2016.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2013–2016.

Æviágripi síðast breytt 12. apríl 2019.