Silja Dögg Gunnarsdóttir

Silja Dögg Gunnarsdóttir
  • Kjördæmi: Suðurkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2013 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2013–2015.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 16. desember 1973. Foreldrar: Gunnar Örn Guðmundsson (fæddur 29. apríl 1945) skipasmiður og Ásdís Friðriksdóttir (fædd 23. desember 1949) tannsmiður. Maki: Þröstur Sigmundsson (fæddur 16. september 1972) vélfræðingur. Foreldrar: Sigmundur Friðriksson og Ingibjörg Sveinsdóttir. Börn: Ástrós Ylfa (2006), Sigmundur Þengill (2009). Stjúpdóttir, dóttir Þrastar: Sóley (1996).

Stúdentspróf MA 1993. BA-próf í sagnfræði HÍ 2001. Skiptinám við Karl-Franzens-Universität í Graz, Austurríki, í sagnfræði og þýskum bókmenntum. Meistarapróf í alþjóðaviðskiptum (MIB) frá Háskólanum á Bifröst 2017.

Lögreglumaður í Keflavík sumrin 1995, 1996 og 1998. Skrifta á fréttastofu RÚV 1997–1998. Leiðbeinandi við Njarðvíkurskóla 1998–1999. Blaðamaður og fréttastjóri Víkurfrétta 1999–2001. Blaðamaður hjá Fróða (Vikan og Hús og híbýli) 2001–2003. Ritstjóri Suðurfrétta 2003. Framkvæmdastjóri Hraunlistar 2003–2005. Starfaði í móttöku Flughótels 2004–2005. Skjalastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar HS Orku 2008–2013.

Í stjórn Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ 1998–2001. Í stjórn Landssambands Framsóknarkvenna og í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 2010. Í stjórn Framsóknarfélags Reykjanesbæjar 2010–2013. Í atvinnu- og hafnaráði Reykjanesbæjar frá 2010. Í þróunarsamvinnunefnd síðan 2016 og þjóðaröryggisráði síðan 2018.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2013 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2013–2015.

Kjörbréfanefnd 2013 og 2016–2017, utanríkismálanefnd 2013–2016 og 2017–, þingskapanefnd 2013–2016, velferðarnefnd 2015–2016, fjárlaganefnd 2016–2017, efnahags- og viðskiptanefnd 2017–2020, allsherjar- og menntamálanefnd 2020–.

Þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016 og 2018–, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2016 (formaður) og 2017– (formaður 2017–).

Æviágripi síðast breytt 6. maí 2020.