Sigurður Páll Jónsson

Sigurður Páll Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2017–2021 (Miðflokkurinn).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis desember 2013, maí, október og desember 2014, maí, nóvember og desember 2015, janúar–febrúar og apríl 2016 og maí 2017 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis mars 2022 og maí–júní 2022 (Miðflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur í Borgarnesi 23. júní 1958. Foreldrar: Jón Eyjólfur Einarsson (fæddur 9. febrúar 1926, dáinn 29. október 2002) skrifstofustjóri og fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga og Ástríður Helga Jónasdóttir (fædd 14. nóvember 1930, dáin 28. mars 2018) húsmóðir og fóstra. Maki: Hafdís Björgvinsdóttir (fædd 19. júní 1960) sjúkraliði. Foreldrar: Björgvin Þorsteinsson og Alexía Pálsdóttir. Dóttir: Björg Brimrún (1999). Sonur Sigurðar og Jónu Dísar Bragadóttur frá fyrra hjónabandi: Bragi Páll (1984). Stjúpsonur, sonur Hafdísar: Ólafur Ingi Bergsteinsson (1983).

Rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík 1981. Skipstjórnar- og vélavarðarréttindi á 30 tonna skip 1986.

Bifreiðarstjóri 1975–1977. Rafvirki 1977–1982. Sjómaður 1983–2017. Með eigin trilluútgerð frá 1989. Útgerðarmaður.

Í stjórn leikdeildar Skallagríms 1976–1980. Í stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms 1978. Í stjórn Körfuknattleiksdeildar Snæfells 1984 og 1991. Í stjórn kórs Stykkishólmskirkju 1996. Formaður Lionsklúbbs Stykkishólms 1998–1999. Í hafnarnefnd Stykkishólmsbæjar 2002. Varamaður í skólanefnd Tónlistarskóla Stykkishólms 2002–2005. Stofnandi og formaður Karlakórsins Kára 2008. Bæjarfulltrúi H-listans í Stykkishólmi 2014–2018. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2018.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2017–2021 (Miðflokkurinn).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis desember 2013, maí, október og desember 2014, maí, nóvember og desember 2015, janúar–febrúar og apríl 2016 og maí 2017 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis mars 2022 og maí–júní 2022 (Miðflokkurinn).

Atvinnuveganefnd 2017–2021.

Æviágripi síðast breytt 3. júní 2022.

Áskriftir