Halldóra Mogensen

Halldóra Mogensen
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þingflokkur: Píratar
  • 692-5056

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 (Píratar).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður september–október 2014, febrúar–mars, mars–apríl og nóvember 2015 og október 2016 (Píratar).

Formaður þingflokks Pírata 2019–2020 og 2021–2023.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 11. júlí 1979. Foreldrar: Erik Júlíus Mogensen (fæddur 18. desember 1956) tónsmiður og Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir (fædd 27. september 1959) grasalæknir og nálastungufræðingur. Halldóra á dóttur fædda 2010.

Stundaði nám í fatahönnun og ítölsku við Scuola Lorenzo de' Medici í Flórens á Ítalíu 2002. Stundaði nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands 2003.

Starfaði við skipulagningu og sölu ferða hjá Íslenskum ferðamarkaði 2006–2007. Rekstrarstjóri/deildarstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Íslenskum ferðamarkaði 2007–2012. Ferðahönnuður hjá Iceland Encounter 2016.

Formaður Pírata 2017–2018.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 (Píratar).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður september–október 2014, febrúar–mars, mars–apríl og nóvember 2015 og október 2016 (Píratar).

Formaður þingflokks Pírata 2019–2020 og 2021–2023.

Velferðarnefnd 2017–2021 (formaður 2017–2019), 2021–2023, framtíðarnefnd 2021–, allsherjar- og menntamálanefnd 2023–.

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2017, Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2017.

Æviágripi síðast breytt 13. september 2023.

Áskriftir