Einar Ásmundsson

Einar Ásmundsson

Þingseta

Alþingismaður Eyfirðinga 1874–1885, alþingismaður Suður-Þingeyinga 1892–1893.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Vöglum í Fnjóskadal 20. (kirkjubók, Einar taldi sig fæddan 21.) júní 1828, dáinn 19. október 1893. Foreldrar: Ásmundur Gíslason (fæddur 8. apríl 1800, dáinn 8. október 1876) síðar bóndi á Þverá í Dalsmynni og 1. kona hans Guðrún Björnsdóttir (fædd 16. ágúst 1795, dáin 20. febrúar 1835) húsmóðir. Maki 1 (2. júlí 1853): Margrét Guttormsdóttir (fædd 1. október 1822, dáin 19. desember 1864) húsmóðir. Foreldrar: Guttormur Pálsson og kona hans Margrét Vigfúsdóttir, systir Guttorms Vigfússonar alþingismanns á Arnheiðarstöðum. Systir Bergljótar konu Sigurðar Gunnarssonar alþingismanns. Maki 2 (7. júlí 1868): Elísabet Þorbjörg Sigurðardóttir (fædd 16. nóvember 1842, dáin 24. ágúst 1927) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Jónsson og kona hans Ástríður Vernharðsdóttir. Synir Einars og Margrétar: Gunnar (1853), Guttormur (1858). Kjördóttir Einars: Valgerður, dóttir Elísabetar og Kristjáns Jóhannssonar (1861).

    Nam gullsmíðar 1843–1847. Við nám í Kaupmannahöfn 1847–1848.

    Fékkst við kennslu og önnur störf á Austfjörðum 1849–1853. Bóndi móti föður sínum að Þverá í Dalsmynni 1853–1855, bóndi í Nesi í Höfðahverfi frá 1855 til æviloka. Hafði skipaútveg til hákarlaveiða um hríð og kenndi sjálfur hinum fyrstu hákarlaskipstjórum sjómannafræði. Skipaður 1882 umboðsmaður Möðruvallaklausturs.

    Alþingismaður Eyfirðinga 1874–1885, alþingismaður Suður-Þingeyinga 1892–1893.

    Samdi rit: Um framfarir Íslands (1871). — Einars saga Ásmundssonar eftir Arnór Sigurjónsson kom út í þrem bindum 1957, 1959 og 1970.

    Æviágripi síðast breytt 13. apríl 2015.

    Áskriftir