Einar K. Guðfinnsson

Einar K. Guðfinnsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfjarða 1991–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vestfjarða apríl–maí 1980, febrúar 1984, maí–júní og nóvember 1985, febrúar–mars og apríl–maí 1988, apríl og október–nóvember 1989, apríl–maí 1990 (Sjálfstæðisflokkur).

Sjávarútvegsráðherra 2005–2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007; sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2008–2009.

Forseti Alþingis 2013–2016.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2003–2005.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Bolungarvík 2. desember 1955. Foreldrar: Guðfinnur Einarsson (fæddur 17. október 1922, dáinn 27. ágúst 2000) forstjóri í Bolungarvík og María Kristín Haraldsdóttir (fædd 17. apríl 1931, dáin 18. desember 2016) húsmóðir. Maki: Sigrún Jóhanna Þórisdóttir (fædd 28. desember 1951) kennari. Foreldrar: Þórir Sigtryggsson og Sigrún Jóhannesdóttir. Börn: Guðfinnur Ólafur (1982), Sigrún María (1987). Sonur Einars og Láru B. Pétursdóttur: Pétur (1990).

Stúdentspróf MÍ 1975. BA-próf í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex, Englandi, 1981.

Blaðamaður á Vísi 1975–1977. Skrifstofustörf í Bolungarvík 1979–1980 og 1981–1983. Útgerðarstjóri í Bolungarvík 1983–1991. Sjávarútvegsráðherra 27. september 2005 til 24. maí 2007. Sjávarútvegsráðherra og landbúnaðarráðherra 24. maí 2007, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 1. janúar 2008 til 1. febrúar 2009.

Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1975–1977, í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1981–1991. Formaður fræðsluráðs Vestfjarða 1982–1990. Í stjórn Útvegsmannafélags Vestfjarða 1983–1988. Fulltrúi á Fiskiþingi 1985–1991. Formaður stjórnar Fiskifélags Íslands 1994–1998. Í stjórn Byggðastofnunar 1995–2001. Formaður byggðanefndar forsætisráðherra 1998–1999. Í hafnaráði 1999–2003. Formaður Ferðamálaráðs Íslands 2002–2007. Í nefnd á vegum forsætisráðherra sem hefur með stefnumótun í Evrópumálum að gera síðan 2004.

Alþingismaður Vestfjarða 1991–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vestfjarða apríl–maí 1980, febrúar 1984, maí–júní og nóvember 1985, febrúar–mars og apríl–maí 1988, apríl og október–nóvember 1989, apríl–maí 1990 (Sjálfstæðisflokkur).

Sjávarútvegsráðherra 2005–2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007; sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2008–2009.

Forseti Alþingis 2013–2016.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2003–2005.

Fjárlaganefnd 1991–1995, félagsmálanefnd 1991–1999, landbúnaðarnefnd 1991–1995, samgöngunefnd 1995–1999 (formaður), kjörbréfanefnd 1995–2005 (formaður 1999–2005), utanríkismálanefnd 1999–2005, sjávarútvegsnefnd 1999–2005 (formaður 1999–2003), sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2003 (formaður 1999–2000), efnahags- og viðskiptanefnd 2000–2003 (formaður 2003), menntamálanefnd 2009, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009–2011, atvinnuveganefnd 2011–2013, velferðarnefnd 2012–2013, þingskapanefnd 2013–2016.

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1991–2005 (formaður 1998–2005), 2009–2013, Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2004–2005 (formaður).

Ritstjóri: Vesturland, blað vestfirskra sjálfstæðismanna (1977–1991).

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir