Einar B. Guðmundsson

Einar B. Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1874–1878.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hraunum í Fljótum 4. september 1841, dáinn 28. janúar 1910. Foreldrar: Guðmundur Einarsson (fæddur 27. janúar 1811, dáinn 13. október 1841) bóndi þar og kona hans Helga Gunnlaugsdóttir (fædd 9. maí 1822, dáin 10. febrúar 1880) húsmóðir. Maki 1 (1863): Kristín Pálsdóttir (fædd 9. apríl 1842, dáin 9. ágúst 1879) húsmóðir. Foreldrar: Páll Jónsson og 1. kona hans Kristín Þorsteinsdóttir. Systir Snorra Pálssonar alþingismanns. Maki 2 (1882): Jóhanna Lovísa Jónsdóttir (fædd 27. desember 1839, dáin 16. mars 1893) húsmóðir. Foreldrar: Jón Hallsson og kona hans Jóhanna Hallsdóttir. Föðursystir Jóns Sigurðssonar alþingismanns á Reynistað. Maki 3 (7. maí 1896): Dagbjört Anna Magnúsdóttir (fædd 15. júní 1865, dáin 4. apríl 1937) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Jochumsson og 1. kona hans Sigríður Björnsdóttir. Börn Einars og Kristínar: Guðmundur (1865), Ólöf (1866), Páll (1868), Jón (1870), Jórunn (1871), Sveinn (1873), Bessi (1874), Helga (1875). Börn Einars og Dagbjartar: Nikólína (1897), Baldvin (1901), Magna (1905).

  Bóndi á Hraunum í Fljótum 1863–1898. Fór til Noregs 1878 með styrk frá Alþingi til að kynna sér bátasmíðar þar, en kynnti sér jafnframt niðursuðu matvæla og hófu þeir Snorri mágur hans slíkan iðnað. Kaupmaður í Haganesvík frá 1898 til æviloka. Stundaði jafnframt brúa- og skipasmíðar.

  Alþingismaður Skagfirðinga 1874–1878.

  Æviágripi síðast breytt 14. apríl 2015.