Jón Steindór Valdimarsson

Jón Steindór Valdimarsson

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2016–2021 (Viðreisn).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður desember 2021, júní 2022, október 2022 og febrúar 2023 (Viðreisn).

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 27. júní 1958. Foreldrar: Valdimar Pálsson (fæddur 22. ágúst 1931, dáinn 8. október 1983) bólstrari og Sigurveig Jónsdóttir (fædd 10. janúar 1931, dáin 3. febrúar 2008) leikkona. Maki: Gerður Bjarnadóttir (fædd 3. maí 1958) framhaldsskólakennari. Foreldrar: Bjarni Guðnason alþingismaður og Anna Guðrún Tryggvadóttir. Dætur: Gunnur (1982), Halla (1986), Hildur (1988).

Stúdentspróf MA 1978. Embættispróf í lögfræði HÍ 1985. MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013.

Lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu 1985. Staðgengill framkvæmdastjóra Vinnumálasambands samvinnufélaganna 1985–1988. Aðstoðarframkvæmdastjóri og síðar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 1988–2010. Í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 2000–2004, stjórnarformaður 2004–2010. Í stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 2002–2013. Stjórnarformaður Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, 2007–2010. Í stjórn Geogreenhouse ehf. 2010–2013. Varaformaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands 2011–2012. Í stjórn Lánatryggingasjóðs kvenna 2011–2013. Formaður stjórnar Landsbréfa hf. 2011–2013. Formaður stjórnar EVRIS Advice ehf. 2013–2015. Framkvæmdastjóri Evris Foundation ses. 2014–2015. Í stjórn Regins hf. 2014–2015. Framkvæmdastjóri Nordberg Innovation ehf. 2015–2016. Framkvæmdastjóri TravAble ehf. 2016.

Formaður Já Ísland frá stofnun 2009 til 2016. Stofnfélagi í Viðreisn 2016 og sat í fyrstu stjórn flokksins.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2016–2021 (Viðreisn).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður desember 2021, júní 2022, október 2022 og febrúar 2023 (Viðreisn).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2017 og 2020–2021, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–2019 (formaður 2017), kjörbréfanefnd 2017, allsherjar- og menntamálanefnd 2017–2020, þingskapanefnd 2019–2021.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2017.

Æviágripi síðast breytt 13. febrúar 2023.

Áskriftir