Teitur Björn Einarsson

Teitur Björn Einarsson
  • Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur
  • 860-4971

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017 og síðan 2023 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis júní, september–október og október–nóvember 2018, júní 2022, október 2022 og nóvember–desember 2022 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti Alþingis 2017.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 1. apríl 1980. Foreldrar: Einar Oddur Kristjánsson (fæddur 26. desember 1942, dáinn 14. júlí 2007) alþingismaður og Sigrún Gerða Gísladóttir (fædd 20. nóvember 1943, dáin 22. maí 2018) hjúkrunarfræðingur. Mágur Illuga Gunnarssonar alþingismanns og ráðherra. Eiginkona: Margrét Gísladóttir (fædd 19. júlí 1986) framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Foreldrar: Gísli Gunnarsson og Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir. Synir: Gísli Torfi (2017) og Einar Garðar (2019).

Stúdentspróf MR 2000. Lögfræðipróf frá HÍ 2006. Hdl. 2007.

Lögmaður hjá LOGOS 2006–2007. Stjórnandi hjá Eyrarodda hf. 2007–2011. Lögmaður hjá OPUS lögmönnum 2011–2014. Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra 2014–2016. Varamaður í stjórn Landsvirkjunar 2013–2016. Formaður undanþágu- og mönnunarnefndar fiskiskipa 2013–2014. Lögfræðingur Íslenskrar orkumiðlunar 2018–2020. Lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni 2020–2022. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra 2022 og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar 2022–2023.

Formaður Félags framhaldsskólanema 1999–2000. Formaður Orators, félags laganema við HÍ, 2003–2004. Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins 2011–2013.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017 og síðan 2023 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis júní, september–október og október–nóvember 2018, júní 2022, október 2022 og nóvember–desember 2022 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti Alþingis 2017.

Kjörbréfanefnd 2016–2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017, utanríkismálanefnd 2017 og 2023, atvinnuveganefnd 2023, efnahags- og viðskiptanefnd 2023– (formaður 2023–), fjárlaganefnd 2023–.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017 og 2023–.

Æviágripi síðast breytt 19. september 2023.

Áskriftir