Einar Ingimundarson

Einar Ingimundarson

Þingseta

Alþingismaður Siglfirðinga 1953–1956 og 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1966 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Kaldárholti í Holtum 29. maí 1917, dáinn 28. desember 1996. Foreldrar: Ingimundur Benediktsson (fæddur 13. ágúst 1871, dáinn 5. febrúar 1949) bóndi þar og kona hans Ingveldur Einarsdóttir (fædd 4. desember 1874, dáin 24. júlí 1953) húsmóðir, systir Eiríks Einarssonar alþingismanns, föðursystir Steinþórs Gestssonar alþingismanns. Maki (24. júní 1949): Erla Axelsdóttir (fædd 19. apríl 1924, dáin 25. ágúst 1985) húsmóðir. Foreldrar: Axel Böðvarsson og kona hans Margrét Helga Steindórsdóttir. Börn: Valdís (1950), Ingimundur (1953), Ingveldur Þuríður (1959).

Stúdentspróf MR 1938. Lögfræðipróf HÍ 1944. Hdl. 1949.

Blaðamaður hjá dagblaðinu Vísi í Reykjavík júlí–október 1944. Fulltrúi í skrifstofu tollstjóra í Reykjavík 1944–1945, fulltrúi borgarfógeta 1945 og fulltrúi sakadómara 1946–1952. Bæjarfógeti á Siglufirði 1952–1966, sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði 1966–1973, sýslumaður í Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði og Seltjarnarneskaupstað 1974–1987, einnig bæjarfógeti í Garðakaupstað frá 1976.

Í stúdentaráði Háskóla Íslands 1940–1942, formaður ráðsins 1941–1942. Formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1944–1945. Kosinn 1954 í kosningalaganefnd, 1955 í okurnefnd og 1964 í áfengismálanefnd. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1955. Fulltrúi á fundum Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1961 og 1962. Skipaður 1962 í milliþinganefnd til að endurskoða lög um tollheimtu og tolleftirlit. Í stjórn Dómarafélags Íslands 1972–1973.

Alþingismaður Siglfirðinga 1953–1956 og 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1966 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 17. apríl 2015.

Áskriftir