Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2021 og Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Dómsmálaráðherra 2019–2021, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Foreldrar: Sigurbjörn Magnússon (fæddur 31. júlí 1959) hæstaréttarlögmaður og Kristín Steinarsdóttir (fædd 1. maí 1959, dáin 12. nóvember 2012) kennari.

Stúdentspróf VÍ 2010. BA-próf í lögfræði HÍ 2015. MA-próf í lögfræði HÍ 2017.

Starfsmaður jafningjafræðslu Hins hússins 2010. Blaðamaður á Morgunblaðinu 2011–2013. Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi 2014–2015. Varaformaður Æskulýðsráðs 2014–2016. Laganemi á lögmannsstofunni Juris 2016. Dómsmálaráðherra 6. september 2019 til 27. nóvember 2021. Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 28. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra frá 1. febrúar 2022.

Í stjórn SUS, Sambands ungra Sjálfstæðismanna, frá 2011. Formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, 2011–2013. Funda- og menningarmálastjóri Orators, félags laganema við HÍ, 2015–2016. Ritari Sjálfstæðisflokksins 2015–2019.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2021 og Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Dómsmálaráðherra 2019–2021, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–.

Allsherjar- og menntamálanefnd 2017 (formaður 2017), efnahags- og viðskiptanefnd 2017, utanríkismálanefnd 2017–2019 (formaður 2017–2019).

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2017–2019 (formaður 2017–2019), Íslandsdeild NATO-þingsins 2017 (formaður 2017). Þingmannanefnd Íslands og ESB 2018–2019 (formaður 2018–2019).

Æviágripi síðast breytt 15. febrúar 2022.

Áskriftir