Jóna Sólveig Elínardóttir

Jóna Sólveig Elínardóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2016–2017 (Viðreisn).

5. varaforseti Alþingis 2016–2017. 2. varaforseti Alþingis 2017.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 13. ágúst 1985. Foreldrar: Magnús Þór Snorrason (fæddur 18. júní 1966) búfræðingur og Elín Einarsdóttir (fædd 8. mars 1967) kennari og ferðaþjónustubóndi. Maki: Úlfur Sturluson (fæddur 19. september 1984) alþjóðastjórnmálafræðingur. Foreldrar: Sturla Sigurjónsson og Elín Jónsdóttir. Dætur: Sóllilja (2007), Elín Ylfa (2009), Karítas (2016).

Stúdentspróf (Baccalauréat Géneral) frá Lycée Emile Duclaux í Frakklandi 2004. BA-próf í frönsku frá HÍ 2007. MA-próf í alþjóðasamskiptum frá HÍ 2011.

Starfsmaður sendiráðs Íslands í París 2010. Rannsóknir í Evrópumálum við Háskóla Íslands 2011–2012, 2013 og 2014. Sérfræðingur hjá sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og vefstjóri hjá Evrópustofu 2011–2013. Sérfræðingur hjá Particip GmbH 2013–2014. Sérfræðingur hjá Nordberg Innovation ehf. 2015–2016. Verkefnastjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands 2010–2011 og 2014–2016. Stundakennari við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands 2015–2016. Aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands 2016.

Í stjórn Samtaka um kvennaathvarf 2012–2016. Varaformaður Viðreisnar frá 2016. Hefur ritað fjölda greina í blöð og vefmiðla um Evrópumál.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2016–2017 (Viðreisn).

5. varaforseti Alþingis 2016–2017. 2. varaforseti Alþingis 2017.

Utanríkismálanefnd 2017 (formaður), velferðarnefnd 2017.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017.

Æviágripi síðast breytt 30. október 2017.

Áskriftir