Kolbeinn Óttarsson Proppé

Kolbeinn Óttarsson Proppé
  • Embætti: Varaformaður þingflokks
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Þingflokkur: Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • 659-0860

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 19. desember 1972. Foreldrar: Óttar Proppé (fæddur 25. mars 1944, dáinn 11. september 1993) kennari, ritstjóri og bæjarstjóri, föðurbróðir Óttars Proppés alþingismanns, og Guðný Ásólfsdóttir (fædd 2. janúar 1945) skrifstofumaður. Kolbeinn er afkomandi Ólafs Proppés alþingismanns. Sonur Kolbeins og Svövu Rutar Óðinsdóttur: Óttar (1998). Dóttir Kolbeins og Vigdísar Örnu Jónsdóttur Þuríðardóttur: Áróra Elí (2003).

Stúdentspróf MK 1991. BA-próf í sagnfræði og íslensku HÍ 1998.

Bóksali í Pennanum-Eymundsson 1997–1998. Starfsmaður við ættfræðigrunn Íslenskrar erfðagreiningar 1998–2000. Sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og þýðandi 2000–2006. Blaðamaður á Skessuhorni 2006–2007. Blaðamaður á Fréttablaðinu 2008–2010. Kynningarfulltrúi BSRB 2010–2011. Blaðamaður á Fréttablaðinu 2011–2013. Upplýsingafulltrúi Strætós bs. 2013–2014. Blaðamaður á Fréttablaðinu 2015. Sérfræðingur hjá Aton ehf. 2015–2016. Höfundur nokkurra bóka.

Í umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og í stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík 1998–2002. Formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og formaður stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur 2002–2004. Í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur 2002–2004. Í miðnefnd SHA, Samtaka herstöðvaandstæðinga, 2007–2008. Í kjördæmisráði VG síðan 2015.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Umhverfis- og samgöngunefnd 2017 og 2019–, atvinnuveganefnd 2017–2019, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017–.

Æviágripi síðast breytt 12. september 2019.