Hanna Katrín Friðriksson

Hanna Katrín Friðriksson
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Þingflokkur: Viðreisn
  • 859-8566

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2016 (Viðreisn).

Formaður þingflokks Viðreisnar síðan 2016.

Æviágrip

Fædd í París, Frakklandi, 4. ágúst 1964. Foreldrar: Torben Friðriksson (fæddur 21. apríl 1934, dáinn 4. febrúar 2012) ríkisbókari og Margrét Björg Þorsteinsdóttir (fædd 17. október 1930, dáin 6. júlí 2016) kennari. Maki: Ragnhildur Sverrisdóttir (fædd 28. ágúst 1960) upplýsingafulltrúi Novators. Foreldrar: Sverrir Hermannsson, alþingismaður og ráðherra, og Greta Lind Kristjánsdóttir. Dætur: Elísabet (2001), Margrét (2001).

Stúdentspróf MR 1985. BA-próf í heimspeki og hagfræði HÍ 1999. MBA-próf frá University of California Davis 2001.

Blaðamaður á Morgunblaðinu 1990–1999. Formaður nefndar menntamálaráðuneytis, ÍSÍ og UMFÍ um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna 1996–1997. Formaður nefndar menntamálaráðuneytis og skrifstofu jafnréttismála um konur og fjölmiðla 1998–1999. Framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR 2001–2003. Framkvæmdastjóri HR 2003–2005. Í starfshópi menntamálaráðuneytis um mótun íþróttastefnu 2005–2006. Framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips 2005–2006. Í nefnd á vegum menntamálaráðherra um lög um opinbera háskóla 2007–2008. Stundakennari í HR 2007–2009. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2007–2009. Stundakennari við Háskólann á Bifröst 2009–2011. Forstöðumaður viðskiptaþróunar Icepharma 2010–2012. Í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna frá 2010. Í stjórn MP banka 2011–2014. Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma 2012–2016. Í stjórn Hlíðarenda ses. frá 2013.

Í samráðsnefnd um veiðigjöld 2017–2018. Í Þingvallanefnd síðan 2017.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2016 (Viðreisn).

Formaður þingflokks Viðreisnar síðan 2016.

Kjörbréfanefnd 2016–2017, atvinnuveganefnd 2017, fjárlaganefnd 2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017– (formaður 2017).

Æviágripi síðast breytt 8. september 2020.