Hanna Katrín Friðriksson

Hanna Katrín Friðriksson
  • Embætti: Formaður þingflokks
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Þingflokkur: Viðreisn
  • 859-8566

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2016 (Viðreisn).

Formaður þingflokks Viðreisnar síðan 2016.

Æviágrip

Fædd í París, Frakklandi, 4. ágúst 1964. Foreldrar: Torben Friðriksson (fæddur 21. apríl 1934, dáinn 4. febrúar 2012) ríkisbókari og Margrét Björg Þorsteinsdóttir (fædd 17. október 1930, dáin 6. júlí 2016) kennari. Maki: Ragnhildur Sverrisdóttir (fædd 28. ágúst 1960) upplýsingafulltrúi Novators. Foreldrar: Sverrir Hermannsson, alþingismaður og ráðherra, og Greta Lind Kristjánsdóttir. Dætur: Elísabet (2001), Margrét (2001).

Stúdentspróf MR 1985. BA-próf í heimspeki og hagfræði HÍ 1999. MBA-próf frá University of California Davis 2001.

Blaðamaður á Morgunblaðinu 1990–1999. Formaður nefndar menntamálaráðuneytis, ÍSÍ og UMFÍ um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna 1996–1997. Formaður nefndar menntamálaráðuneytis og skrifstofu jafnréttismála um konur og fjölmiðla 1998–1999. Framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR 2001–2003. Framkvæmdastjóri HR 2003–2005. Í starfshópi menntamálaráðuneytis um mótun íþróttastefnu 2005–2006. Framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips 2005–2006. Í nefnd á vegum menntamálaráðherra um lög um opinbera háskóla 2007–2008. Stundakennari í HR 2007–2009. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2007–2009. Stundakennari við Háskólann á Bifröst 2009–2011. Forstöðumaður viðskiptaþróunar Icepharma 2010–2012. Í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna frá 2010. Í stjórn MP banka 2011–2014. Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma 2012–2016. Í stjórn Hlíðarenda ses. frá 2013.

Í samráðsnefnd um veiðigjöld 2017–2018. Í Þingvallanefnd 2017–2022.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2016 (Viðreisn).

Formaður þingflokks Viðreisnar síðan 2016.

Kjörbréfanefnd 2016, atvinnuveganefnd 2017, fjárlaganefnd 2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–2021, atvinnuveganefnd 2021–.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017 (formaður 2017) og 2017–2021, þingmannanefnd Íslands og ESB (formaður 2017) og 2018–2021, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2021–.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2022.

Áskriftir