Einar Thorlacius

Einar Thorlacius

Þingseta

Alþingismaður Norður.-Múlasýslu 1886–1888. Sat ekki þingið 1887.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Saurbæ í Eyjafirði 18. nóvember 1851, dáinn 21. nóvember 1916. Foreldrar: Jón Thorlacius (fæddur 10. ágúst 1816, dáinn 12. september 1872) prestur þar og 1. kona hans Ólöf Hallgrímsdóttir Thorlacius (fædd 3. apríl 1816, dáin 8. apríl 1854) húsmóðir. Hálfbróðir Ólafs Thorlaciusar alþingismanns. Sonur Einars og Þórunnar Jónsdóttur: Jón (1889).

    Stúdentspróf Lsk. 1874. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1879.

    Sýslumaður í Skaftafellssýslu 1879–1880, í Norður-Múlasýslu 1880–1894, sat á Seyðisfirði, vikið frá embætti um stundarsakir 30. júní 1894, lausn 29. maí 1896 með eftirlaunum. Dvaldist um tíma áfram á Seyðisfirði, en fluttist svo til Kaupmannahafnar.

    Alþingismaður Norður.-Múlasýslu 1886–1888. Sat ekki þingið 1887.

    Æviágripi síðast breytt 19. júní 2015.

    Áskriftir