Anna Kolbrún Árnadóttir

Anna Kolbrún Árnadóttir
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Miðflokkurinn
  • 867-7020

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmi síðan 2017 (Miðflokkurinn).

Æviágrip

Fædd á Akureyri 16. apríl 1970. Foreldrar: Árni V. Friðriksson (fæddur 20. nóvember 1949) og Gerður Jónsdóttir (fædd 18. nóvember 1950). Maki: Jón Bragi Gunnarsson (fæddur 18. maí 1960) viðskiptafræðingur. Foreldrar: Gunnar Pálmarsson og Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir. Dóttir Önnu og Björns Axelssonar: Þóra Aldís (1997). Stjúpsynir, synir Jóns: Ingi Þór (1982), Gunnar Björn (1987), Magnús Pálmar (1992).

Sjúkraliðapróf VMA 1991. Leikskólakennari frá Fyns Pædagogseminarium 2002. Diplóma í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun og diplóma í menntunarfæðum með áherslu á sérkennslufræði HA 2008, M.Ed.-próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslufræði HA 2010.

Umönnun aldraðra Kristnesi við Eyjafjörð 1989–1991, sjúkraliði þar 1991–1993. Sjúkraliði við dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð, Akureyri, 1993–1995. Sjúkraliði í heimahjúkrun í Óðinsvéum 1995–1996. Sjúkraliði á gjörgæslu heila- og taugaskurðlækningadeildar á Odense Sygehus 1996–1997. Þroskaþjálfi við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002–2003. Deildarstjóri sérdeildar og ráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri, þroskaþjálfi og fagstjóri sérkennslu yngsta stigs í grunnskóla 2003–2011. Formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti kynjanna 2013–2016. Formaður Jafnréttissjóðs Íslands frá 2016.

Formaður Lionsklúbbsins Ylfu, Akureyri, 2016–2017. 2. varaformaður Miðflokksins síðan apríl 2018.

Alþingismaður Norðausturkjördæmi síðan 2017 (Miðflokkurinn).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2017–, velferðarnefnd 2017–.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017–.

Ritstjóri: Glæður, fagtímarit sérkennara.

Æviágripi síðast breytt 8. maí 2018.