Anna Kolbrún Árnadóttir

Anna Kolbrún Árnadóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2017–2021 (Miðflokkurinn).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis nóvember – desember 2021, desember 2021, febrúar 2022, október 2022 og mars 2023 (Miðflokkurinn).

Minningarorð

Æviágrip

Fædd á Akureyri 16. apríl 1970, dáin 9. maí 2023. Foreldrar: Árni V. Friðriksson (fæddur 20. nóvember 1949) og Gerður Jónsdóttir (fædd 18. nóvember 1950). Maki: Jón Bragi Gunnarsson (fæddur 18. maí 1960) viðskiptafræðingur. Foreldrar: Gunnar Pálmarsson og Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir. Dóttir Önnu og Björns Axelssonar: Þóra Aldís (1997). Stjúpsynir, synir Jóns: Ingi Þór (1982), Gunnar Björn (1987), Magnús Pálmar (1992).

Sjúkraliðapróf VMA 1991. Leikskólakennari frá Fyns Pædagogseminarium 2002. Diplóma í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun og diplóma í menntunarfæðum með áherslu á sérkennslufræði HA 2008, M.Ed.-próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslufræði HA 2010.

Umönnun aldraðra Kristnesi við Eyjafjörð 1989–1991, sjúkraliði þar 1991–1993. Sjúkraliði við dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð, Akureyri, 1993–1995. Sjúkraliði í heimahjúkrun í Óðinsvéum 1995–1996. Sjúkraliði á gjörgæslu heila- og taugaskurðlækningadeildar á Odense Sygehus 1996–1997. Starfsmaður við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002–2003. Deildarstjóri sérdeildar og ráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og fagstjóri sérkennslu yngsta stigs í grunnskóla 2003–2011. Formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti kynjanna 2013–2016. Formaður Jafnréttissjóðs Íslands frá 2016.

Formaður Lionsklúbbsins Ylfu, Akureyri, 2016–2017. 2. varaformaður Miðflokksins síðan apríl 2018. Í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2017–2021 (Miðflokkurinn).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis nóvember – desember 2021, desember 2021, febrúar 2022, október 2022 og mars 2023 (Miðflokkurinn).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2017–2020, velferðarnefnd 2017–2021.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017–2021.

Æviágripi síðast breytt 15. maí 2023.

Áskriftir