Einar Þórðarson

Einar Þórðarson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1903–1908 (Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur á Kollsstöðum á Völlum 7. ágúst 1867, dáinn 6. ágúst 1909. Foreldrar: Þórður Einarsson (fæddur 23. maí 1841, dáinn 13. nóvember 1873) bóndi þar, föðurbróðir Sigurðar H. Kvarans alþingismanns, og kona hans Þórdís Eiríksdóttir (fædd 13. október 1836, dáin 17. október 1903) húsmóðir. Maki (23. ágúst 1890) Ingunn Loftsdóttir (fædd 16. september 1866, dáin 26. febrúar 1936) húsmóðir. Foreldrar: Loftur Þorkelsson og Anna Jónsdóttir. Börn: Loftur (1891), Þórdís Anna (1892), Þóra (1893), Lilja (1894), Marta (1896), Þórður (1897), Anna (1899), Þorvaldur (1902), Þórdís (1903), Ingibjörg (1904).

Stúdentspróf Lsk. 1888. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1890.

Heimiliskennari í Keflavík 1890–1891. Fékk Hofteig 1891, Desjarmýri 1904, lausn 1907 vegna brjóstveiki. Hafði forgöngu um stofnun Búnaðarsambands Austurlands. Sýslunefndarmaður í Norður-Múlasýslu 1896–1904. Amtsráðsmaður í austuramtinu fyrir Norður-Múlasýslu 1901–1907.

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1903–1908 (Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 23. nóvember 2017.