Stefán Vagn Stefánsson

Stefán Vagn Stefánsson
  • Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur
  • 847-7437

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis mars 2018, október og nóvember 2019 og janúar–febrúar 2020 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 17. janúar 1972. Foreldrar: Stefán Guðmundsson (fæddur 24. maí 1932, dáinn 10. september 2011) alþingismaður og Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir (fædd 11. júní 1937, dáin 15. júlí 1998) verslunarmaður. Maki: Hrafnhildur Guðjónsdóttir (fædd 29. október 1971) félagsráðgjafi. Foreldrar: Guðjón Jónsson og Jóhanna Bryndís Svavarsdóttir. Börn: Sara Líf (1993), Atli Dagur (1999), Sigríður Hrafnhildur (2007).

Stúdentspróf FNV 1995. Próf frá Lögregluskóla ríkisins 2000.

Almennur lögreglumaður í lögreglunni í Reykjavík 1997–2000. Í sérsveit ríkislögreglustjóra 2000–2007. Í friðargæslu NATO í Afganistan 2006–2007. Í greiningardeild ríkislögreglustjóra 2007–2008. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Sauðárkróki 2008–2015. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra 2015–2021.

Í stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar 2009–. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 2010–. Í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2010–. Formaður byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2010–2020. Forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020–. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2014–2020. Formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2016–2018. Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018–. Formaður flóttamannaráðs 2018–. Í skólanefnd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 2021–.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis mars 2018, október og nóvember 2019 og janúar–febrúar 2020 (Framsóknarflokkur).

Atvinnuveganefnd 2021– (formaður), fjárlaganefnd 2021–.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2021–.

Æviágripi síðast breytt 20. janúar 2022.

Áskriftir