Stefán Vagn Stefánsson

Stefán Vagn Stefánsson
  • Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur
  • 847-7437

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis mars 2018, október og nóvember 2019 og janúar–febrúar 2020 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 17. janúar 1972. Foreldrar: Stefán Guðmundsson (fæddur 24. maí 1932, dáinn 10. september 2011) alþingismaður og Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir (fædd 11. júní 1937, dáin 15. júlí 1998) verslunarmaður. Maki: Hrafnhildur Guðjónsdóttir (fædd 29. október 1971) félagsráðgjafi. Foreldrar: Guðjón Jónsson og Jóhanna Bryndís Svavarsdóttir. Börn: Sara Líf (1993), Atli Dagur (1999), Sigríður Hrafnhildur (2007).

Stúdentspróf FNV 1995. Próf frá Lögregluskóla ríkisins 2000.

Almennur lögreglumaður í lögreglunni í Reykjavík 1997–2000. Í sérsveit ríkislögreglustjóra 2000–2007. Í friðargæslu NATO í Afganistan 2006–2007. Í greiningardeild ríkislögreglustjóra 2007–2008. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Sauðárkróki 2008–2015. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra 2015–2021.

Í stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar 2009–. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 2010–. Í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2010–. Formaður byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2010–2020. Forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020–. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2014–2020. Formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2016–2018. Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018–. Formaður flóttamannaráðs 2018–. Í skólanefnd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 2021–.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis mars 2018, október og nóvember 2019 og janúar–febrúar 2020 (Framsóknarflokkur).

Atvinnuveganefnd 2021–2023 (formaður 2021–2023), fjárlaganefnd 2021– (formaður 2021–).

Íslandsdeild NATO-þingsins 2021–2023.

Æviágripi síðast breytt 19. september 2023.

Áskriftir