Ellert B. Schram

Ellert B. Schram

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1971–1974, alþingismaður Reykvíkinga 1974–1979 og 1983–1987 (Sjálfstæðisflokkur). Tók ekki sæti á þinginu 1983–1984. Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2009 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl 1980 (Sjálfstæðisflokkur), Reykjavíkurkjördæmis norður nóvember–desember 2006, febrúar–mars 2007 og Reykjavíkurkjördæmis suður desember 2018 til janúar 2019 (Samfylkingin).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 10. október 1939. Foreldrar: Björgvin Schram (fæddur 3. október 1912, dáinn 24. mars 2001) stórkaupmaður þar, föðurbróðir Gunnars G. Schrams alþingismanns og afabróðir Láru Margrétar Ragnarsdóttur alþingismanns, og kona hans Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir (fædd 23. mars 1917, dáin 5. maí 1991) húsmóðir. Mágur Jóns Baldvins Hannibalssonar alþingismanns og ráðherra. Maki 1 (17. nóvember 1962): Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir (fædd 3. desember 1942) tölvuritari. Þau skildu. Foreldrar: Ásgeir Matthíasson og kona hans Þorgerður Magnúsdóttir. Maki 2 (15. maí 1989): Ágústa Jóhannsdóttir (fædd 25. október 1957) framhaldsskólakennari. Foreldrar: Jóhann Pálsson og Hulda Sigurbjörnsdóttir. Börn Ellerts og Önnu: Ásdís Björg (1963), Arna (1968), Aldís Brynja (1969), Höskuldur Kári (1972). Börn Ellerts og Ágústu: Eva Þorbjörg (1990), Ellert Björgvin (1991). Sonur Ellerts og Ásdísar Þórðardóttur: Arnar Þór Jónsson (1971), ættleiddur.

Stúdentspróf VÍ 1959. Við nám í Lundúnum 1959–1960. Lögfræðipróf HÍ 1966. Hdl. 1967.

Blaðamaður við dagblaðið Vísi 1961–1964 og jafnframt starfsmaður við heildverslun föður síns. Fulltrúi á málflutningsskrifstofu Eyjólfs K. Jónssonar o.fl. á árunum 1965 og 1966. Skrifstofustjóri borgarverkfræðingsins í Reykjavík 1966–1971. Ritstjóri dagblaðsins Vísis 1980–1981 og síðan ritstjóri DV 1981–1995.

Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1963–1964. Varaformaður Orators 1963–1964. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1969–1973. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1969–1973 og 1978–1981. Átti sæti í Rannsóknaráði ríkisins 1971–1980 og sat í framkvæmdanefnd þess 1971–1978. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1972. Formaður Knattspyrnusambands Íslands 1973–1989 og í framkvæmdanefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) 1982–1986 og 1990–1994. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1971 og 1976–1979, formaður íslensku sendinefndarinnar 1976–1979. Í útvarpsráði 1975–1983. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1978–1980. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1983. Forseti Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) 1990–2006. Formaður Íslenskar getspár 2005–2007.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1971–1974, alþingismaður Reykvíkinga 1974–1979 og 1983–1987 (Sjálfstæðisflokkur). Tók ekki sæti á þinginu 1983–1984. Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2009 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl 1980 (Sjálfstæðisflokkur), Reykjavíkurkjördæmis norður nóvember–desember 2006, febrúar–mars 2007 og Reykjavíkurkjördæmis suður desember 2018 til janúar 2019 (Samfylkingin).

Allsherjarnefnd 2007–2009, efnahags- og skattanefnd 2007–2009, heilbrigðisnefnd 2007–2009, fjárlaganefnd 2009, sérnefnd um stjórnarskrármál (seinni) 2009.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2007–2009.

Sendi frá sér árið 1991 bókina Eins og fólk er flest, safn greina og smásagna, og árið 2006 bókina Á undan sinni samtíð.

Ritstjóri: Úlfljótur (1962). Stefnir (1968). Fyrsta öldin: Saga KR í 100 ár. Knattspyrnufélag Reykjavíkur (1999).

Æviágripi síðast breytt 12. september 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur