Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir
  • Embætti: 4. varaforseti
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

4. varaforseti Alþingis síðan 2021.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 21. desember 1987. Foreldrar: Einar S. Hálfdánarson (fæddur 13. mars 1954) hæstaréttarlögmaður og endurskoðandi og Regína G. Pálsdóttir (fædd 27. apríl 1955) sálfræðingur og uppeldisfræðingur. Maki: Róbert Benedikt Róbertsson (fæddur 14. maí 1986) fjármálastjóri. Foreldrar: Auðbjörg Guðröðardóttir og Róbert Benediktsson. Börn: Jökull Róbert (2013) og Susie Rut (2016).

Stúdentspróf VÍ 2006. BA-próf í lögfræði frá HÍ 2009. MA-próf í lögfræði frá HÍ 2011. Hdl. 2012. LLM-próf í alþjóðlegum umhverfis- og auðlindarétti frá HÍ 2017. Hrl. 2018.

Fulltrúi hjá Lögmáli ehf. 2011–2018. Stundakennari í lögfræði við VÍ 2018. Aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra 2018–2021.

Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2007–2009. Varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 2009–2010. Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 2018–. Formaður skólanefndar Borgarholtsskóla 2018–2021.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

4. varaforseti Alþingis síðan 2021.

Efnahags- og viðskiptanefnd 2021–, utanríkismálanefnd 2021–, kjörbréfanefnd 2021, undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa 2021.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2021–, þingmannanefnd Íslands og ESB 2022–.

Æviágripi síðast breytt 4. febrúar 2022.

Áskriftir