Kristrún Frostadóttir

Kristrún Frostadóttir
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Þingflokkur: Samfylkingin

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 12. maí 1988. Foreldrar: Frosti Fífill Jóhannsson (fæddur 27. apríl 1952) þjóðháttafræðingur og Steinunn Guðný H. Jónsdóttir (fædd 18. september 1956) læknir. Maki: Einar Bergur Ingvarsson (fæddur 4. maí 1983) viðskiptafræðingur. Foreldrar: Ingvar Einarsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Dóttir: María Herdís (2019).

Stúdentspróf MR 2008. BS-próf í hagfræði HÍ 2011. MA-próf í hagfræði frá Boston-háskóla 2014. MA-próf í alþjóðafræði með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál frá Yale-háskóla 2016.

Starf meðfram hagfræðinámi á skrifstofu seðlabankastjóra 2009–2010. Hagfræðingur í greiningardeild Arion banka 2011–2012. Blaðamaður á Viðskiptablaðinu 2013–2014. Hagfræðingur í vinnuhópi á vegum forsætisráðuneytis 2014. Sérfræðingur í greiningardeild fjárfestingarbankans Morgan Stanley í New York og Lundúnum 2015–2017. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2017. Formaður verðlagsnefndar búvara í atvinnumálaráðuneyti 2017–2018. Aðjúnkt við hagfræðideild HÍ 2018–2020. Aðalhagfræðingur Kviku banka hf. 2018–2021.

Formaður Samfylkingarinnar síðan 2022.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Samfylkingin).

Fjárlaganefnd 2021–2023, efnahags- og viðskiptanefnd 2023–.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2021–.

Æviágripi síðast breytt 24. janúar 2023.

Áskriftir