Kristrún Frostadóttir

Kristrún Frostadóttir
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Þingflokkur: Samfylkingin

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 12. maí 1988. Foreldrar: Frosti Fífill Jóhannsson (fæddur 27. apríl 1952) þjóðháttafræðingur og Steinunn Guðný H. Jónsdóttir (fædd 18. september 1956) læknir. Maki: Einar Bergur Ingvarsson (fæddur 4. maí 1983) viðskiptafræðingur. Foreldrar: Ingvar Einarsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Dóttir: María Herdís (2019).

Stúdentspróf MR 2008. BS-próf í hagfræði HÍ 2011. MA-próf í hagfræði frá Boston-háskóla 2014. MA-próf í alþjóðafræði með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál frá Yale-háskóla 2016.

Starf meðfram hagfræðinámi á skrifstofu seðlabankastjóra 2009–2010. Hagfræðingur í greiningardeild Arion banka 2011–2012. Blaðamaður á Viðskiptablaðinu 2013–2014. Hagfræðingur í vinnuhópi á vegum forsætisráðuneytis 2014. Sérfræðingur í greiningardeild fjárfestingarbankans Morgan Stanley í New York og Lundúnum 2015–2017. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2017. Formaður verðlagsnefndar búvara í atvinnumálaráðuneyti 2017–2018. Aðjúnkt við hagfræðideild HÍ 2018–2020. Aðalhagfræðingur Kviku banka hf. 2018–2021.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Samfylkingin).

Fjárlaganefnd 2021–.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2021–.

Æviágripi síðast breytt 20. janúar 2022.

Áskriftir