Emil Jónsson

Emil Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Hafnfirðinga 1934–1937, 1942–1953 og 1956–1959, landskjörinn alþingismaður (Hafnfirðinga) 1937–1942, 1953–1956 og 1959, alþingismaður Reyknesinga 1959–1971 (Alþýðuflokkur).

Samgöngumálaráðherra 1944–1947, samgöngu- og viðskiptamálaráðherra 1947–1949, forsætis-, sjávarútvegs- og samgöngumálaráðherra 1958–1959, sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1959–1965, utanríkisráðherra 1965–1971.

Forseti neðri deildar 1942, forseti sameinaðs þings 1956–1958. 2. varaforseti sameinaðs þings 1934–1937, 1. varaforseti neðri deildar 1942 og 1942–1944.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 27. október 1902, dáinn 30. nóvember 1986. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 25. september 1865, dáinn 24. júlí 1941) múrarameistari þar og kona hans Sigurborg Sigurðardóttir (fædd 29. júní 1865, dáin 11. desember 1949) húsmóðir. Maki (7. október 1925): Guðfinna Sigurðardóttir (fædd 18. febrúar 1894, dáin 6. október 1981) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Jónsson og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir. Börn: Ragnar (1923), Vilborg (1928), Jón (1929), Sigurður Gunnar (1931), Sighvatur Birgir (1933), Guðrún (1936).

Stúdentspróf MR 1919. Verkfræðipróf Kaupmannahöfn 1925.

Aðstoðarverkfræðingur Óðinsvéum á Fjóni 1925–1926. Bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði 1926–1930. Bæjarstjóri þar 1930–1937. Vita- og hafnamálastjóri 1937–1944 og 1949–1957. Skipaður 21. október 1944 samgöngumálaráðherra, lausn 10. október 1946, en gegndi störfum til 4. febrúar 1947. Skipaður þann dag samgöngu- og viðskiptamálaráðherra, lausn 2. nóvember 1949, en gegndi störfum til 6. desember 1949. Utanríkisráðherra í forföllum 3. ágúst til 17. október 1956. Skipaður 23. desember 1958 forsætis-, sjávarútvegs- og samgöngumálaráðherra, lausn 19. nóv. 1959, en gegndi störfum til næsta dags og var þá skipaður sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra, lausn 31. ágúst 1965, er hann var skipaður utanríkisráðherra, lausn 15. júní 1971, en gegndi störfum til 14. júlí. Bankastjóri við Landsbankann 1957–1958.

Stofnaði iðnskóla í Hafnarfirði 1926 og var skólastjóri hans til 1944. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1930–1962. Skipaður 1934 í skipulagsnefnd atvinnumála. Skipaður 1935 í stjórn markaðs- og verðjöfnunarsjóðs. Í landsbankanefnd 1936–1957 og fiskimálanefnd 1938–1939. Kosinn 1944 í millinþinganefnd í samgöngumálum Suðurlandsundirlendisins. Skipaður 1946 í endurskoðunarnefnd laga um verðlagningu landbúnaðarafurða o. fl. Kosinn 1954 í togaranefnd. Í Norðurlandaráði 1955–1959, Þingvallanefnd 1957–1972, úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959–1961 og stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962–1967. Formaður Alþýðuflokksins 1956–1968. Í bankaráði Seðlabankans 1968–1972. Kosinn 1972 í stjórnarskrárnefnd.

Alþingismaður Hafnfirðinga 1934–1937, 1942–1953 og 1956–1959, landskjörinn alþingismaður (Hafnfirðinga) 1937–1942, 1953–1956 og 1959, alþingismaður Reyknesinga 1959–1971 (Alþýðuflokkur).

Samgöngumálaráðherra 1944–1947, samgöngu- og viðskiptamálaráðherra 1947–1949, forsætis-, sjávarútvegs- og samgöngumálaráðherra 1958–1959, sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1959–1965, utanríkisráðherra 1965–1971.

Forseti neðri deildar 1942, forseti sameinaðs þings 1956–1958. 2. varaforseti sameinaðs þings 1934–1937, 1. varaforseti neðri deildar 1942 og 1942–1944.

Ritaði minningaþætti: Á milli Washington og Moskva (1973).

Æviágripi síðast breytt 12. september 2019.

Áskriftir