Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
  • Kjördæmi: Suðurkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur
  • 867-2718

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fædd á Ísafirði 20. maí 1991. Foreldrar: Hafsteinn Sverrisson (fæddur 13. nóvember 1972) verkamaður og Linda Sigurbjörg Helgudóttir (fædd 25. september 1975) ritari. Börn Hafdísar Hrannar og Andra Björgvins Arnþórssonar: Birna Dís (2014), Sóldís Birta (2017).

Stúdentspróf Háskólinn á Bifröst 2013. BS-próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst 2015. ML-próf í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst 2017. Námskeið í ferla- og gæðastjórnun við Opna háskólann í HR 2020.

Lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu 2018–2019. Nefndarritari á nefndasviði Alþingis 2019–2020. Lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu 2020–2021.

Varamaður í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands 2021–. Varaformaður flóttamannanefndar 2018–. Stjórnarformaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi 2021–. Í verkefnastjórn Sigurhæða – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Suðurlandi 2020–. Varamaður í stjórn Bjarmahlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri 2019–. Í framkvæmdastjórn Landssambands íslenskra stúdenta 2013–2014. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 2018–. Í málefnanefnd Framsóknarflokksins 2021–2022. Í stjórn Framsóknarfélags Árborgar 2018–2022. Í Þingvallanefnd 2022–.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2021–2023, velferðarnefnd 2021–2023, utanríkismálanefnd 2023–, allsherjar- og menntamálanefnd 2023–.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2021–.Æviágripi síðast breytt 13. nóvember 2023.

Áskriftir