Sigmar Guðmundsson
Nefndasetur:
- Framtíðarnefnd
- Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd - 2. varaformaður
- Áheyrnarfulltrúi:
- Allsherjar- og menntamálanefnd
- Forsætisnefndin
Þingstörf og hagsmunaskrá
Þingseta
Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021 (Viðreisn).
Æviágrip
Fæddur á Akranesi 7. apríl 1969. Foreldrar: Guðmundur Baldur Sigurgeirsson (fæddur 20. júní 1941) skipstjóri og Alma Hákonardóttir (fædd 23. maí 1943) skrifstofukona. Maki: Júlíana Einarsdóttir (fædd 26. október 1986). Foreldrar: Einar Sveinsson og Katrín Theodórsdóttir. Börn: Kristín Alma (1988), Salka (2003), Katla (2006), Hrafn (2013), Katrín (2017).
Stúdentspróf FG 1989.
Starfsmaður Fóðurblöndunnar 1989–1992. Dagskrárgerðarmaður og dagskrárstjóri á Aðalstöðinni og X-inu 977 1992–1998. Umsjónarmaður dægurmálaútvarps Rásar 2 1998. Fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins 1998–2000. Fréttamaður á Stöð 2 2000–2002. Einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV 2002–2015 og ritstjóri 2010–2015. Umsjónarmaður Gettu betur 2006–2008. Umsjónarmaður Útsvars 2007–2017. Þulur í Eurovision 2006–2010. Umsjónarmaður Okkar á milli 2020–2021. Umsjónarmaður þáttarins Nýjasta tækni og vísindi 2020. Stjórnandi Morgunútvarps Rásar 2 2015–2021. Hefur að auki stýrt fjölmörgum öðrum þáttum á RÚV, Rás 2 og Stöð 2, m.a. kosningaumfjöllun og kosningasjónvarpi. Kennari í miðlun upplýsinga við MBA-nám HÍ 2020–2021.
Formaður byggingarnefndar nýs Fjölbrautaskóla í Garðabæ 1990–1991. Formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ 1991–1993. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1991–1993. Ýmis störf á vegum Stjörnunnar í Garðabæ 2000–2004. Kosningaeftirlit við forsetakosningar í Rússlandi á vegum ÖSE 2004.
Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021 (Viðreisn).
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2021–, framtíðarnefnd 2021–.
Æviágripi síðast breytt 20. janúar 2022.