Erlendur Gottskálksson

Erlendur Gottskálksson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1871 og 1873 (varaþingmaður).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Nýjabæ í Kelduhverfi 24. júlí 1818, dáinn 19. júní 1894. Foreldrar: Gottskálk Pálsson (fæddur um 1762, dáinn 28. maí 1838) bóndi þar og kona hans Guðlaug Þorkelsdóttir (fædd um 1773, dáin 13. desember 1848) húsmóðir. Maki 1 (24. september 1848): Sigríður Finnbogadóttir (fædd 14. nóvember 1827, dáin 18. mars 1873) húsmóðir. Foreldrar: Finnbogi Finnbogason og kona hans Signý Sigfúsdóttir. Maki 2 (13. júní 1874): Þorbjörg Guðmundsdóttir (fædd 25. maí 1837, dáin 24. júní 1914) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Vigfússon og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Börn Erlendar og Sigríðar: Friðrik Júlíus (1850), Jón Eldon (1851), Þorgerður (1853), Stefán Ólafur (1854), Anna Sigríður (1855), Jóhanna (1857), Kristín (1858), Baldur (1859), Sigurður (1862), Jóhanna Kristín (1863), Baldur (1866), Lára (1868), Erlendur Karl (1870), Erlendur Karl Gottfreð (1872). Börn Erlendar og Þorbjargar: Sigríður (1874), Benedikt (1876), Valdimar (1879), Guðmundur (1881).

  Bóndi í Austurgörðum í Kelduhverfi 1852–1863, í Garði 1863–1885, að Sultum 1885–1886 og í Ási frá 1886 til æviloka.

  Oddviti Kelduneshrepps nokkur ár og hreppstjóri um langt skeið.

  Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1871 og 1873 (varaþingmaður).

  Æviágripi síðast breytt 23. júní 2015.