Eva Dögg Davíðsdóttir

Eva Dögg Davíðsdóttir
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þingflokkur: Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2024 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður janúar – febrúar 2022, febrúar – mars 2022 og febrúar 2023 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 4. desember 1988. Foreldrar: Davíð Sigurðsson fæddur 16. mars 1962, dáinn 6. mars 2019) tamningamaður og Sesselja Guðrún Guðjónsdóttir (fædd 22. mars 1965) deildarstjóri fagstarfs. Maki: Bernhard Willhelm Schiessl (fæddur 8. ágúst 1990) sérfræðingur í sjálfbærni. Foreldrar maka: Herta Schiessl og Richard Schiessl. Sonur: Elmar Davíð Schiessl.

Stúdentspróf FVA 2008. BA-próf í mannfræði HÍ 2012. Diplóma í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University 2013. Meistaragráða í breytingastjórnun frá Háskólanum í Stavanger 2015. Doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Norwegian University of Life Sciences (ólokið).

Sérfræðingur í sjálfbærnimálum og almannatengslum hjá Allianz SE í München 2022–2024. Pólitískur ráðgjafi hjá flokkahópi norrænna vinstri grænna hjá Norðurlandaráði 2021–2023.

Alþjóðafulltrúi Ungra Vinstri Grænna 2021–2022. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ungmenna 2021–2022.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2024 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður janúar – febrúar 2022, febrúar – mars 2022 og febrúar 2023 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2024–, atvinnuveganefnd 2024–, framtíðarnefnd 2024–.

Æviágripi síðast breytt 21. maí 2024.

Áskriftir