Eyjólfur Konráð Jónsson

Eyjólfur Konráð Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–1979 og 1983–1987, landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1979–1983, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra) janúar–febrúar, apríl og desember 1968, apríl–maí 1969 og nóvember–desember 1970, varaþingmaður Norðurlands vestra mars–apríl og október 1968, október–nóvember og desember 1969, janúar 1970, október og desember 1971, maí og október–nóvember 1972, febrúar og október 1973, janúar–febrúar og mars–apríl 1974.

2. varaforseti efri deildar 1979.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Stykkishólmi 13. júní 1928, dáinn 6. mars 1997. Foreldrar: Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson (fæddur 27. júlí 1891, dáinn 15. janúar 1968) kaupmaður þar og kona hans Sesselja Konráðsdóttir (fædd 31. janúar 1896, dáin 22. apríl 1987) skólastjóri, dótturdóttir Hjálms Péturssonar alþingismanns. Maki (9. nóvember 1956): Guðbjörg Benediktsdóttir (fædd 17. mars 1929) húsmóðir. Foreldrar: Benedikt Ögmundsson og kona hans Guðrún Eiríksdóttir. Börn: Benedikt (1957), Sesselja Auður (1958), Jón Einar (1965).

Stúdentspróf VÍ 1949. Lögfræðipróf HÍ 1955. Hdl. 1956. Hrl. 1962.

Framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins og Stuðla hf. frá stofnun þeirra 1955 til 1960. Ritstjóri Morgunblaðsins 1960–1974. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá því í september 1956.

Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976–1982. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988 og formaður hennar frá 1989. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–1979 og 1983–1987, landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1979–1983, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra) janúar–febrúar, apríl og desember 1968, apríl–maí 1969 og nóvember–desember 1970, varaþingmaður Norðurlands vestra mars–apríl og október 1968, október–nóvember og desember 1969, janúar 1970, október og desember 1971, maí og október–nóvember 1972, febrúar og október 1973, janúar–febrúar og mars–apríl 1974.

2. varaforseti efri deildar 1979.

Ritstjóri: Félagsbréf (1955–1959). Morgunblaðið (1960–1974).

Æviágripi síðast breytt 12. september 2019.

Áskriftir