Albert Guðmundsson

(Albert Sigurður)

Albert Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1974–1987 (Sjálfstæðisflokkur), 1987–1989 (Borgaraflokkur).

Fjármálaráðherra 1983–1985, iðnaðarráðherra 1985–1987.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 5. október 1923, dáinn 7. apríl 1994. Foreldrar: Guðmundur Gíslason (fæddur 29. september 1900, dáinn 5. nóvember 1935) gullsmiður og kona hans Indíana Katrín Bjarnadóttir (fædd 15. ágúst 1904, dáin 10. maí 1989) húsmóðir. Faðir Inga Björns alþingismanns. Maki (13. júlí 1946): Brynhildur Hjördís Jóhannsdóttir (fædd 22. ágúst 1926, dáin 22. júlí 2006) húsmóðir. Foreldrar: Jóhann F. Guðmundsson og kona hans Þóra Jónsdóttir. Börn: Helena Þóra (1947), Ingi Björn (1952), Jóhann Halldór (1958).

Samvinnuskólapróf 1944. Verslunarnám 1944–1946 við Skerry's College, Glasgow, Skotlandi.

Atvinnumaður í knattspyrnu árum saman og þá búsettur í Glasgow, London, Nancy, Mílanó, París og Nice. Heildsali í Reykjavík 1956–1989. Skipaður 26. maí 1983 fjármálaráðherra, lausn 16. október 1985, skipaður 16. október 1985 iðnaðarráðherra, lausn 24. mars 1987. Sendiherra Íslands í París 1989–1993.

Forseti Alliance Française í fjölda ára. Ræðismaður Frakka 1962–1989. Stjórnarformaður Tollvörugeymslunnar hf. 1962–1983. Formaður Knattspyrnusambands Íslands 1968–1973. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1970–1986, í borgarráði 1972–1983, forseti borgarstjórnar 1982–1983. Formaður byggingarnefndar Sjálfstæðishúss (Valhallar). Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1976–1987 og í framkvæmdastjórn flokksins 1978–1987. Stofnandi Borgaraflokksins og formaður hans 1987–1989. Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1980–1983. Í flugráði 1980–1983. Stjórnarformaður Hafskips hf. 1978–1983.

Alþingismaður Reykvíkinga 1974–1987 (Sjálfstæðisflokkur), 1987–1989 (Borgaraflokkur).

Fjármálaráðherra 1983–1985, iðnaðarráðherra 1985–1987.

Bækur um Albert Guðmundsson: Jónas Jónsson frá Hriflu: Albert Guðmundsson (1957). Gunnar Gunnarsson: Albert (1982).

Æviágripi síðast breytt 12. september 2019.

Áskriftir