Finnur Jónsson

Finnur Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Ísafjarðar 1933–1951 (Alþýðuflokkur).

Félagsmála- og dómsmálaráðherra 1944–1947.

2. varaforseti neðri deildar 1937–1941, 2. varaforseti sameinaðs þings 1942 og 1947–1949, 1. varaforseti sameinaðs þings 1942 og 1943–1944, 1. varaforseti neðri deildar 1949–1950.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Harðbak á Sléttu 28. september 1894, dáinn 30. desember 1951. Foreldrar: Jón Friðfinnsson (fæddur 8. nóvember 1857, dáinn 22. mars 1937) bóndi þar og kona hans Þuríður Sesselja Sigurðardóttir (fædd 7. apríl 1857, dáin 27. febrúar 1945) húsmóðir. Faðir Birgis Finnssonar alþingismanns. Maki 1 (14. október 1914): Auður Sigurgeirsdóttir (fædd 2. apríl 1888, dáin 20. júní 1935) húsmóðir. Foreldrar: Sigurgeir Indriðason og kona hans Þuríður Friðrika Magnúsdóttir. Maki 2 (13. júlí 1946): Magnea Magnúsdóttir (fædd 21. nóvember 1914, dáin 23. júní 2002) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Magnússon og kona hans Anna Sigríður Guðmundsdóttir. Börn Finns og Auðar: Þuríður (1915), Birgir (1917), Ásta (1919), Ingibjörg (1921), Finnur (1923), Jón (1926).

Gagnfræðapróf Akureyri 1910.

Póstmaður á Akureyri 1910–1918, verslunarmaður þar 1919–1920. Póstmeistari á Ísafirði 1920–1932. Framkvæmdastjóri Samvinnufélags Ísfirðinga 1928– 1944. Skipaður 21. október 1944 félagsmála- og dómsmálaráðherra, lausn 10. október 1946, en gegndi störfum til 4. febrúar 1947. Í fjárhagsráði 1947–1949. Forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins frá 1949 til æviloka.

Var í bæjarstjórn Ísafjarðar 1921–1942. Formaður verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði 1921–1932. Hann beitti sér fyrir stofnun verkalýðsfélaga á Vestfjörðum og stofnun Alþýðusambands Vestfjarða og var forseti þess í mörg ár. Í síldarútvegsnefnd 1935–1943, í landsbankanefnd 1936–1942, í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1938–1946, í útflutningsnefnd 1939 og í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum 1943. Átti sæti í stjórn Fiskimjöls hf. og Þórs hf. á Ísafirði og Útvegsmannafélags Ísfirðinga og í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna frá stofnun þess 1939 til æviloka. Átti sæti í viðskiptanefnd við Noreg og Svíþjóð 1947 og Danmörku og Finnland 1948. Sat þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf 1947. Áheyrnarfulltrúi Íslands á stofnfundi Evrópuráðsins í Strasbourg 1948. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1946 og 1948.

Alþingismaður Ísafjarðar 1933–1951 (Alþýðuflokkur).

Félagsmála- og dómsmálaráðherra 1944–1947.

2. varaforseti neðri deildar 1937–1941, 2. varaforseti sameinaðs þings 1942 og 1947–1949, 1. varaforseti sameinaðs þings 1942 og 1943–1944, 1. varaforseti neðri deildar 1949–1950.

Ritstjóri: Skutull (1931–1935).

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

Áskriftir