Geir H. Haarde

Geir H. Haarde

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl 1986.

Fjármálaráðherra 1998–2005, utanríkisráðherra 2005–2006, forsætisráðherra 2006–2009.

1. varaforseti neðri deildar 1989–1991.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 1991–1998.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 8. apríl 1951. Foreldrar: Tomas Haarde (fæddur 14. desember 1901, dáinn 18. maí 1962) símafræðingur frá Noregi og kona hans Anna Steindórsdóttir Haarde (fædd 3. maí 1914, dáin 22. febrúar 2006) húsmóðir. Maki 1 (5. júní 1975): Patricia Angelina, fædd Mistretta (fædd 11. febrúar 1953) frá Frakklandi. Þau skildu 1982. Maki 2 (19. júní 1987): Inga Jóna Þórðardóttir (fædd 24. september 1951), viðskiptafræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, systir Herdísar Þórðardóttur alþingismanns. Foreldrar: Þórður Guðjónsson og kona hans Marselía Guðjónsdóttir. Dætur Geirs og Patriciu: Ilia Anna (1977), Sylvia (1981). Dætur Geirs og Ingu Jónu: Helga Lára (1984), Hildur María (1989). Stjúpsonur Geirs, sonur Ingu Jónu: Borgar Þór Einarsson (1975).

Stúdentspróf MR 1971. BA-próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum, 1977.

Blaðamaður við Morgunblaðið á sumrum 1972–1977. Hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka Íslands 1977–1983. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra 1983–1987. Skipaður 16. apríl 1998 fjármálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 fjármálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 fjármálaráðherra, lausn 27. september 2005. Skipaður 27. september 2005 utanríkisráðherra, lausn 15. júní 2006. Skipaður á ný sama dag forsætisráðherra og jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí. Skipaður á ný sama dag forsætisráðherra og jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands. Gegndi störfum sem ráðherra Hagstofu Íslands til 1. janúar 2008 er hún varð sjálfstæð stofnun er heyrir undir forsætisráðherra. Lausn frá störfum forsætisráðherra 1. febrúar 2009.

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1981–1985. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1999–2005, formaður hans 2005–2009. Formaður þingmannahóps vestrænna ríkja innan Alþjóðaþingmannasambandsins 1992–1994, í framkvæmdastjórn sambandsins 1994–1998 og varaforseti þar 1995–1997. Forseti Norðurlandaráðs 1995. Í stjórnarskrárnefnd 2005–2009.

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl 1986.

Fjármálaráðherra 1998–2005, utanríkisráðherra 2005–2006, forsætisráðherra 2006–2009.

1. varaforseti neðri deildar 1989–1991.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 1991–1998.

Utanríkismálanefnd 1991–1998 (formaður 1995–1998), sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1997.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1991–1998 (formaður 1991–1992), Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1988–1998 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 12. september 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir