Gísli Magnússon

Gísli Magnússon

Þingseta

Þjóðfundarmaður Árnesinga 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Þorlákshöfn 15. júlí 1816, dáinn 24. ágúst 1878. Foreldrar: Magnús Beinteinsson (fæddur 1769, dáinn 4. júní 1840) bóndi þar og kona hans Hólmfríður Árnadóttir (fædd 1782, dáin 5. ágúst 1847) húsmóðir. Maki (9. mars 1861): Wilhelmine Christine, fædd Mörch (fædd 1803, dáin 8. desember 1866) húsmóðir. Sonur Gísla og Ingibjargar Óladóttur Schulesen: Árni Beinteinn (1869).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1839. Hóf nám í málfræði, einkum fornmálunum, í Hafnarháskóla 1839, en lauk ekki embættisprófi.

  Kennari við Bessastaðaskóla 1845–1846 meðan Sveinbjörn Egilsson var erlendis. Dvaldist í Kaupmannahöfn 1847–1850. Kennari við Lærða skólann í Reykjavík frá 1850 til æviloka.

  Þjóðfundarmaður Árnesinga 1851.

  Ritstjóri: Fjölnir (1844). Tíðindi frá þjóðfundi Íslendinga 1851 (1851).

  Æviágripi síðast breytt 2. júlí 2015.