Guðmundur Arnljótsson

Guðmundur Arnljótsson

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1847 (varaþingmaður).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Guðlaugssstöðum í Blöndudal 13. maí 1802, dáinn 2. febrúar 1875. Foreldrar: Arnljótur Illugason (fædd 1766, dáin 18. maí 1835) bóndi þar og kona hans Rannveig Jónsdóttir (fædd 1776, dáin 17. október 1828) húsmóðir. Afi Guðmundar Hannessonar alþingismanns, Guðmundar Ólafssonar alþingismanns í Ási og Jóns Jónssonar alþingismanna í Stóradal. Maki (21. október 1828): Elín Arnljótsdóttir (fædd 1797, dáin 5. júlí 1890) húsmóðir. Foreldrar: Arnljótur Árnason og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Börn: Rannveig (1829), Arnljótur (1831), Ingibjörg 1832), Guðrún (1834), Arnljótur (1836), Elín (1838), Guðmundur (1840), Hannes (1841), Steinvör (1843), Jón (1844). Sonur Guðmundar og Þórönnu Þorsteinsdóttur: Jóhannes (1823).

  Bóndi á Brún í Svartárdal 1829–1834, á Guðlaugsstöðum frá 1834 til æviloka.

  Alþingismaður Húnvetninga 1847 (varaþingmaður).

  Æviágripi síðast breytt 10. júlí 2015.